Málsnúmer 201709105Vakta málsnúmer
Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:10.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:11.
Á 294. fundi sveitarstjórnar þann 19. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökum á Hauganesi, dagsett þann 13. september 2017, þar sem fram kemur að krafist er þess að efnt verði til borgarafundar um hestabúgarð við Árskógarskóla og félagsheimili Árskógsstrandar 29. september 2017 í Félagsheimili Árskógssands kl. 20:00. Farið er fram á að sveitarstjóri geri grein fyrir þeim ráðstöfunum sem sveitarfélagið hefur gert til stofnunar hestabúgarðs á ofangreindum stað og hvers vegna og svarir því hvers vegna beitarlandi í eigur bæjarins er ráðstafað án opinberrar auglýsingar þar sem öllum er gefinn kostur að sækja um. Verði ekki við þessu orðið munu íbúasamtökin knýja fram borgarafund á grundvelli 108. gr. sveitarstjórnarlaga. Þess er krafist að sveitarfélagið stöðvi nú þegar allar aðgerðir vegna ofangreinds málefnis og mótmælt er harðlega að tiltölulega nýlega uppgróið móland í nágrenni Hauganess sé leigt til hrossabeitar. Einnig er mótmælt harðlega byggingu hestabúgarðs á fyrirhuguðum stað. Til máls tók: Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu: "Mál er tengjast stækkun lóðar og fyrirhugaðri byggingu hesthúss norðan Árskógarskóla eru enn í skoðun og aflað er upplýsinga og umsagna. Það er því ekki tímabært að gefa út ákveðna dagsetningu fyrir íbúafund að svo stöddu. Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknimála að leggja fram upplýsingar og umsagnir þegar þeirra hefur verið aflað og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um íbúafund." Einnig tóku til máls: Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá eftirtöldum:
Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir hönd Árskógarskóla, dagsett þann 15. október 2017.
Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 16. október 2017.
Íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 15. október 2017.
Íþróttafélaginu Reyni, ódagsett en móttekin þann 13.10.2017.
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dagsett þann 11. október 2017.
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, dagsett þann 16. október 2017, þar sem kynnt er ný tillaga að lausn fyrir hönd eiganda að Árskógi lóð 1 og umbjóðenda hans, eins og fram kemur í bréfinu.
Börkur vék af fundi kl. 14:38.