Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:43 vegna vanhæfis.
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, og Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:43.
Tekið fyrir erindi frá Guðmundi Kristjánssyni, Hólmfríði Jónsdóttur og Ágústu Bjarnadóttur, dagsett þann 12. október 2017, er varðar umsókn um tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags og ósk um að Dalvíkurbyggð greiði kostnað vegna 2 nemenda við Tónlistarskólann á Akureyri.
Á fundi byggðaráðs þann 31. ágúst 2017 voru samþykktar reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.
Til umræðu ofangreint.
Magnús og Hlynur viku af fundi kl. 14:09.