Málsnúmer 201611092Vakta málsnúmer
Á 805. fundi byggðaráðs þann 8. desember 2016 var eftirfarandi bókað:
"Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að heildarviðauka við fjárhagsáætlun III þar sem búið er að taka inn í eftirfarandi áður samþykkta viðauka: a) Málsnr. 201504045:Viðauki 20; Sala á færanlegri kennslustofu. Málsnr. 201608023:Viðauki 22; Sala á Lokastíg 1, íbúð 0203. Málsnr. 201608057:Viðauki 25; Sala á Öldugötu 4a- 4d. Málsnr. 201503150: Viðauki 26; Sala á Húsabakka. Málsnr. 201609041: Viðauki 27; Sala á Lokastíg 1, íbúð 0304 Málsnr. 201609079; Viðauki 28; Acute búnaður slökkviliðs - hefur ekki áhrif á áætlun. Málsnr. 201610028; Viðauki 29; Greið leið ehf.; aukning á hlutafé. Máls nr. 201602098; Viðauki 30; Snjómokstur Málsnr. 201610067; Viðauki 31; Breytingar á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar. b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 7. desember 2016; þar sem óskað er eftir breytingu á fjárfestingaáætlun Hafnasjóðs vegna löndunaraðstöðu, lækkun um kr. 21.000.000. Undir þessum lið kom á fund Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 13:55. Til umræðu ofangreint. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:00. c) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsettur þann 7. desember 2016, þar sem lagt er til að 80% áætlaður kostnaður vegna breytinga á Skrifstofum verði eignfært og 20% verði fært á viðhald, sbr. viðauki #31 hér að ofan. d) Í fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir að verðbólga ársins verði 2,50% en skv. endurskoðaðri Þjóðhagsspá frá 4. nóvember 2016 er gert ráð fyrir 1,8% verðbólgu á árinu 2016. Lagt er til að sú áætlun verði notuð í fjárhagsáætlunarlíkani með heildarviðauka III. Til umræðu ofangreint.
a) - d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að heildarviðauka III samkvæmt liðum a. - d. og tillögu að heildarviðauka eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluti, kr. 124.876.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs, kr. 107.601.000, neikvæð.
Rekstrarniðurstaða Sveitarsjóðs A- hluta, kr. 9.562.000 jákvæð.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 290.670.000.
Sala eigna Samstæðu A- og B- hluta, kr. 123.260.000.
Áætluð lántaka Samstæðu A- og B- hluta kr. 150.000.000.
Afborganir og uppgreiðslur lána Samstæðu A- og B- hluta, kr. 173.802.000.