Sveitarstjórn

287. fundur 13. desember 2016 kl. 16:15 - 17:03 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805, frá 09.12.2016.

Málsnúmer 1612006Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

3. liður a og b.

5. liður.

6. liður.

  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

    Á 284. fundi umhverfisráðs þann 15. nóvember s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Með erindi dags. 6. nóvember 2016 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf eftir lóð fyrir seiðaeldiasstöð við ósa Þorvaldsdalsár á Árskógssandi.
    Umhverfisráði Dalvíkurbyggðar tekur jákvætt í umsóknina, en getur ekki veitt umbeðna lóð fyrr en skipulag svæðisins liggur fyrir. Ráðið leggur áherslu á að í upphafi skipulagsferlisins sé haft samráð við aðliggjandi nágranna. Samþykkt með fimm atkvæðum."


    Til umræðu drög að samningi um afnot af vatni úr Þorvaldsdalsá í Dalvíkurbyggð á milli annars vegar Laxós ehf. kt. 671016-2110, og hins vegar eigenda að aðliggjandi jörðum/landspildum sem liggja að Þorvaldsdalsá í Dalvíkurbyggð vegna byggingar og rekstur Laxós á fiskeldisstöð.

    Til umræða ofangreint. Börkur vék af fundi kl. 13:21.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu. Byggðaráð lítur jákvæðum augum á þetta verkefni.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að heildarviðauka við fjárhagsáætlun III þar sem búið er að taka inn í eftirfarandi áður samþykkta viðauka:

    a) Málsnr. 201504045:Viðauki 20; Sala á færanlegri kennslustofu.
    Málsnr. 201608023:Viðauki 22; Sala á Lokastíg 1, íbúð 0203.
    Málsnr. 201608057:Viðauki 25; Sala á Öldugötu 4a- 4d.
    Málsnr. 201503150: Viðauki 26; Sala á Húsabakka.
    Málsnr. 201609041: Viðauki 27; Sala á Lokastíg 1, íbúð 0304
    Málsnr. 201609079; Viðauki 28; Acute búnaður slökkviliðs - hefur ekki áhrif á áætlun.
    Málsnr. 201610028; Viðauki 29; Greið leið ehf.; aukning á hlutafé.
    Máls nr. 201602098; Viðauki 30; Snjómokstur
    Málsnr. 201610067; Viðauki 31; Breytingar á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar.

    b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 7. desember 2016; þar sem óskað er eftir breytingu á fjárfestingaáætlun Hafnasjóðs vegna löndunaraðstöðu, lækkun um kr. 21.000.000.

    Undir þessum lið kom á fund Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 13:55.

    Til umræðu ofangreint.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 14:00.

    c) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsettur þann 7. desember 2016, þar sem lagt er til að 80% áætlaður kostnaður vegna breytinga á Skrifstofum verði eignfært og 20% verði fært á viðhald, sbr. viðauki #31 hér að ofan.

    d) Í fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir að verðbólga ársins verði 2,50% en skv. endurskoðaðri Þjóðhagsspá frá 4. nóvember 2016 er gert ráð fyrir 1,8% verðbólgu á árinu 2016. Lagt er til að sú áætlun verði notuð í fjárhagsáætlunarlíkani með heildarviðauka III.


    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 a) - d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að heildarviðauka III samkvæmt liðum a. - d. og tillögu að heildarviðauka eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
  • Á 791. fundi byggðaráðs þann 8. september 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað:

    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum sölu á húseignunum á Húsabakka og að taka hæsta tilboði sem er frá Stórvali kt. 470605-1460, með fyrirvara á staðfestingu á samþykki ríkisins hvað varðar sölu á sínum eignarhluta. Með vísan í samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið er gengið út frá því að gerð verði makaskipti á 15% eignarhlut Dalvíkurbyggðar í Öldugötu 1 og þátttöku ríkisins í greiðslu til Húsabakka ehf. í samræmi við eignarhluta ríkisins í húseignunum á Húsabakka."


    Með fundarboði fylgdu eftirtalin gögn:
    a) Undirritað samkomulag á milli Dalvíkurbyggðar og Ríkissjóðs Íslands vegna sölu á Húsabakkaskóla, dagsett þann 1. desember 2016.
    b) Undirritað afsal á milli Dalvíkurbyggðar og Ríkissjóðs íslands vegna sölu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Öldugötu 1.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 a) Byggðaráð staðfestir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag um uppgjör á milli Dalvíkubyggðar og Ríkissjóðs um sölu á Húsabakka.
    b) Byggðaráð staðfestir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi afsal milli Dalvíkurbyggðar og Ríkissjóðs um sölu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Öldugötu 1.
    Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðuskýrslu reksturs fyrir janúar - nóvember 2016, bókfærð staða í samanburði við fjárhagsáætlun 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar.
  • Á 804. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Með fundarboði fylgdi gildandi reglur sveitarfélagsins um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Ekki eru tillögur um efnislega breytingar en byggðaráð þarf að taka afstöðu til fjárhæðar afsláttar af fasteignaskatti sem og fjárhæð tekjutengingar, annars vegar vegna einstaklinga og hins vegar vegna hjóna og sambýlisfólks. Sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða en skylt er að setja þar sérstakar reglur um. Heildarfjárhæð afsláttar árið 2016 var kr. 2.227.132, áætlað kr. 2.121.000. Til umræðu ofangreint.
    Frestað."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka fjárhæð afsláttar um 3,9% og tekjuviðmið um 3,9%.
  • Tekið fyri erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 2.12.2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Júlíusar Júlíussonar, kt. 020266-4819, fyrir hönd Þau bæði ehf., kt. 411208-1840, hvað varðar nýtt rekstrarleyfi til sölu veitinga í Þulu veisluþjónustu, Hafnartorgi á Dalvik. Um er að ræða flokk II. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsagnir slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa, sem liggja ekki fyrir.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Velferðarráðuneytinu, dagsettur þann 30.nóvember 2016, þar sem fram kemur að þann 1. janúar næstkomandi taka gildi ný lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, sem samþykkt voru á Alþingi hinn 16. júní sl. Er þar m.a. kveðið á um breytingu á 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 þannig að sveitarfélögum verði skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning, sem komi í stað sérstakra húsaleigubóta, og að ráðherra skuli, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, gefa út leiðbeinandi reglur til sveitarstjórna um framkvæmd stuðnings ásamt viðmiðunarfjárhæðum. Stefnt er að því að leiðbeiningarnar liggi fyrir við gildistöku laganna.

    Samráðsnefnd um húsnæðismál, sem skipuð var 6. september sl., á grundvelli samkomulags um endurskoðaða verka- og kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna breytinga á fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings við leigjendur, hefur unnið meðfylgjandi drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Óskað er eftir athugasemdum við meðfylgjandi drög og að þær berist eigi síðar en föstudaginn 9. desember næstkomandi.

    Ti umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálaráðs.
  • Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 1. desember 2016, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 25. nóvember s.l. var lögð fram fundargerð 24. fundar skipulagsmálanefndar sambandsins frá 14. nóvember 2016. Með vísaðn til töluliðar 4 gr. í fundargerð nefndarinnar var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

    "Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til þess að hraða vinnu við gerð húsnæðisáætlana á grundvelli laga um almennar íbúðir enda eru slíkar áætlanir hugsaðar sem stjórntæki fyrir sveitarfélaög. Jafnframt er mikilvægt að bæta að gengi að tölulegum upplýsingum um húsnæðismál".

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá Landsneti, dagsettur þann 18. nóvember 2016, þar sem fram kemur að fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2016-2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu, auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu. Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr. 105/2006, en í umhverfisskýrslu lagt er mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunar.

    Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 30. desember 2016. Það er von Landsnets að flestir kynni sér efni kerfisáætlunar og umhverfisskýrslu.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 18. nóvember 2016, þar sem kynntar eru ályktanir frá aðalfundi Eyþings 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði fylgdu fundargerðir stjórnar Eyþings nr. 287 frá 26.10.2016, og nr. 288 frá 23.10.2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði fylgdi fundargerð stjórnar Sambandsins nr. 844. frá 25. nóvember. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Atvinnumála- og kynningarráð - 22, frá 23.11.2016

Málsnúmer 1611011Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

1. liður.

  • a)
    Undir þessum lið kom á fundinn Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri kl. 15:00.

    Á 804. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið undir umræðu. Tekið fyrir svarbréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 31. október 2016, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur fjallað um umsókn Dalvíkurbyggðar og er niðurstaðan að úthluta byggðakvóta til sveitarfélagsins sem skiptist á byggðarlög sem hér segir: Dalvík, 70 þorskígildistonn. Hauganes, 15 þorskígildistonn. Árskógssandur, 270 þorskígildistonn. Fram kemur einnig að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 30. nóvember n.k. Upplýst var á fundinum að atvinnumála- og kynningaráð mun fjalla um reglur Dalvíkurbyggðar hvað varðar úthlutun á byggðakvóta á fundi sínum þann 23. nóvember n.k.
    Lagt fram til kynningar. "

    Með fundarboði atvinnumála- og kynningaráðs fylgdu einnig eftirfarandi gögn:
    Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017.
    Umsókn Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta 2016/2017, dagsett þann 30. september 2016.
    Ósk um undanþágur frá reglugerð nr. 605 frá 2015.
    Svarbréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 18. nóvember 2015.
    Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiði árinu 2016/2017.
    Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017.

    Ákveðið var að fá hagsmunaaðila í fiskivinnslu og útgerð á fund ráðsins. Upplýsingafulltrúi sendi rafpóst á öll netföng tengiliða í fiskvinnslu og útgerð sem upplýsingafulltrúi er með og því fylgdi ósk um að láta vita líka í kringum sig.

    Til umræðu ofangreint.

    b) Hagsmunaaðilar í fiskvinnslu, kl. 16:00.

    Undir þessum lið komu á fund ráðsins hagsmunaaðilar í fiskvinnslu og viku af fundi kl. 17:00.

    c) Hagsmunaraðilar í útgerð, kl. 17:00.

    Undir þessum lið komu á fund ráðsins hagsmunaaðilar í útgerð og viku af fundi kl. 18:00.

    d) Úrvinnsla ráðsins






    Atvinnumála- og kynningarráð - 22 Eftir að hafa farið yfir málið eru niðurstöður atvinnumála- og kynningarráðs um tillögur Dalvíkurbyggðar um breytingar á reglugerð nr.641/2016 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017 eftirfarandi:

    1. Viðmiðanir um úthlutun aflamarks.

    4. gr. breytist þannig að í stað þess að miðað sé við landaðan afla innan viðkomandi byggðarlags á tímabilinu 1. sep. 2015 til 31. ágúst 2016 verði miðað við landaðan afla innan sveitarfélags á sama tímabili.

    Rökstuðningur:
    Þessi ósk um breytingu á reglugerðinni byggir á því að bátar skráðir í byggðarlögum Dalvíkurbyggðar hafa þurft að landa afla til vinnslu í sveitarfélaginu til að uppfylla ákvæði um úthlutun byggðakvóta. Í einhverjum tilfellum hafa bátar landað þeim afla í því byggðarlagi þar sem vinnslan er, þó þeir séu ekki þar skráðir. Ekki er talið rétt að það vinni síðan gegn aðilum þegar kemur að úthlutun á byggðakvóta að nýju.


    2. Annað viðmið um úthlutun.

    Auk þeirrar breytingar sem fram kemur hér að ofan um 4. gr. breytist reglugerðin einnig þannig:
    30% af úthlutuðum byggðakvóta skiptist jafnt á alla þá báta úr viðkomandi byggðarlagi sem sækja byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr.
    Ef einhver óskar eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt þessu ákvæði, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt á milli hinna umsækjendanna.
    70% af því sem eftir stendur að þeirri úthlutun lokinni verði síðan úthlutað miðað við landaðan afla í sveitarfélaginu, þó ekki hærra en 35% af kvóta úthlutun miðað við landaðan afla hvers báts.

    Rökstuðningur:
    Rökin fyrir þessari breytingu eru einkum þau að löndunarreynsla báta í Dalvíkurbyggð er mjög mismunandi, m.a. vegna þess að að jafnaði hefur ekki komið byggðakvóti til Dalvíkur. Það þótti því rétt, að þessu sinni, að reyna að tryggja það að allir þeir sem sækja um byggðakvóta fái eitthvað í sinn hlut þó niðurstaðan verði sú að þeir sem eru með mestu löndunarreynslu fái meira á grundvelli þess.


    3. Vinnsluskylda í sveitarfélagi.

    Upphaf 6. gr. reglugerðar nr.641/2016 breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitafélagsins (í stað byggðarlaga). . . o.s.frv.

    Rökstuðningur:
    Þessi ósk um breytingu er sama efnis og undanfarin ár, þ.e. að í stað þess að fiskiskipum í Dalvíkurbyggð sé skylt að landa afla til vinnslu í því byggðarlagi sem þau eru skráð, þá sé þeim skylt að landa þessum afla til vinnslu í sveitarfélaginu. Þetta er vegna þess að ekki er fiskvinnsla í öllum byggðarlögum sveitarfélagsins þó þar sé úthlutað byggðakvóta og er til þess að byggðakvótinn nýtist sem best til að efla atvinnu í sveitarfélaginu.


    4. Undanþága frá tvöföldunarskyldu.

    Óskað er undanþágu frá tvöföldunarskyldunni, samkvæmt 6.grein reglugerðar, fyrir þau 30% sem úthlutað er jafnt samkvæmt 2. lið og 2. mgr. hér að ofan.

    Rökstuðningur:
    Þetta ákvæði er sett inn til að koma til móts við kvótalitlar útgerðir og til að efla nýliðun í greininni.


    5. Jöfn skipti verði heimil.

    Næsta ákvæði 6. gr. um skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram komi að vinnsluaðili skuldbindi sig til að vinna aflann, með áritun bæjar- eða sveitarstjórnar, breytist þannig að eftir þá setningu komi ný setning svohljóðandi: Þó eru vinnsluaðila heimil jöfn skipti á tegundum við annan vinnsluaðila og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda.

    Rökstuðningur:
    Þetta ákvæði hefur verið til umfjöllunar í atvinnumála- og kynningarráði. Fiskvinnslum hefur fækkað um 2 á s.l. 2 árum og því í raun engin vinnsla sem getur unnið t.d. netafisk. Eftir standa sérhæfð vinnsla Marúlfs sem eingöngu vinnur steinbít og vinnsla Samherja sem er bundin stærðartakmörkunum og tegundatakmörkunum. Einnig smávinnsla á Hauganesi sem hefur takmarkaða vinnslu. Nefndarmenn sjá fyrir sér mikil tormerki á að vinnsla geti í öllum tilfellum tekið við blönduðum byggðakvótaafla án þess að eiga þess kost að skipta á tegundum við annan vinnsluaðila. Ekki hvað síst á þetta við um litlar vinnslur sem hafa sérhæft sig. Jöfn skipti hljóta því að stuðla að því að auðveldara verði að halda úti vinnslu í byggðarlaginu í stað þess að útgerðir þurfi að horfa til þess að selja aflann á fiskmarkaði sem væri þá eina leiðin til að losna við aflann ef jöfn skipti verða ekki leyfð.


    Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir ofangreint samhljóða með 4 atkvæðum.


    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umföllun og afgreiðslu kl. 16:19.

    Valdís Guðbrandsdóttir.
    Bjarni Th. Bjarnason.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningaráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 8. nóvember 2016, þar sem fram kemur að flugklasinn var með fund þann 22. nóvember s.l. þar sem erlendir ráðgjafar sögðu frá ferlinu við að ná flugi á nýja áfangastaði, hvað þarf til og hverjar eru helstu áskoranir í því starfi.

    Bjarni Th. Bjarnason gerði grein fyrir ofangreindum fundi sem hann sat fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

    Bjarni Th. vék af fundi kl. 18:30.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 22 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:24.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 4. október 2016, er inniheldur skýrslu um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði. Atvinnumála- og kynningarráð - 22 Lagt fram til kynningar.
  • 2.4 201611103 Gjafir til fyrirtækja
    Á fundinum var farið yfir gildandi leiðbeiningar um gjafir til fyrirtækja og félaga sem samþykktar voru á fundi byggðaráðs þann 20. ágúst 2015. Atvinnumála- og kynningarráð - 22 Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa úrvinnslu og framkvæmd í samræmi við ofangreindar leiðbeiningar og í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Íþrótta- og æskulýðsráð - 84. 06.12.2016

Málsnúmer 1612001Vakta málsnúmer

  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 84 Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa. Undir þessum lið sat einnig Helena Frímannsdóttir.
    Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar, að því loknu fór fram leynileg kosning.

    Eftirfarandi tilnefningar bárust:

    Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
    Arnór Snær Guðmundsson - Golfklúbburinn Hamar
    Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán
    Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur
    Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS

    Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir skipulag á lýsingu á kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar árið 2016.

    Kjörinu verður lýst fimmtudaginn 5. janúar 2016 kl. 16:00 í Bergi.

  • 3.2 201611053 Ritun fundargerða
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 84 Til umræðu ritun fundargerða. Farið yfir helstu mál er varðar ritun fundargerða.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 84 Fulltrúar Skíðafélags Dalvíkurbyggðar og Golfklúbbsins Hamars mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu framkvæmdastjóra. Hann hefur sagt upp störfum og óskað eftir því að hætta um áramót.
    Stjórnir félaganna munu funda um stöðuna og gera svo grein fyrir þeim fundi.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 84 Teknar voru fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2016. Styrkirnir verða afhentir á hátíðarfundi ráðsins 5. janúar næstkomandi.

    Íþrótta- og æskuýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að taka inn umsókn frá Helga Halldórssyni sem kom inn eftir auglýstan umsóknarfrest, en barst þó fyrir fundinn.

    a) Agnes Fjóla Flosadóttir
    Íþrótta- og æskulýðsráð telur umsóknina ekki falla að reglum sjóðsins og hafnar erindinu.
    b) Hjörleifur H Sveinbjarnarson
    Íþrótta- og æskulýðsráð telur umsóknina ekki falla að reglum sjóðsins og hafnar erindinu.
    c) Amalía Nanna Júlíusdóttir
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amalíu um 70.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
    d) Viktor Hugi Júlíusson
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Viktor Huga um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
    e) Axel Reyr Rúnarsson
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Axel um 125.0000 kr. og vísar því á lið 06-80.
    f) Arnór Snær Guðmundsson
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Arnór Snæ um 150.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
    g) Ólöf María Einarsdóttir
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Ólöfu Maríu um 150.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
    h) Amanda Guðrún Bjarnadóttir
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amöndu Guðrúnu um 150.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
    i)Anna Kristín Friðriksdóttir
    Íþrótta- og æskulýðsráð telur umsóknina ekki falla að reglum sjóðsins og hafnar erindinu.
    j) Helgi Halldórsson
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Helga um 125.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
    k)Golfklúbburinn Hamar
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja GHD um 200.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
    l)Skíðafélag Dalvíkur
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Skíðaféla Dalvíkur um 200.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
    m)Sundfélagið Rán
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Rán um 30.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

    Kristinn Ingi Valsson vék af fundi undir liðum (i) og (h)
    Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson.


    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Menningarráð - 60, frá 8.12.2016.

Málsnúmer 1612004Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

2. liður.
  • Á fundinn kom Jóhann Antonsson til að kynna Menningarráði aðgerðaráætlun sína er snýr að tímaramma og kostnaðarmati við gagnaöflun og skráningu heimilda.

    Engin gögn liggja fyrir með þessu fundarboði.
    Menningarráð - 60 Jóhann fór yfir sínar hugmyndir að heimildaöflun og kom jafnframt inná að mikilvægt væri að hægt yrði að nýta þær á mismunandi vegu, t.d. sem vefútgáfu, sem efni inná söfn og í ritun bókar.

    Menningarráði líst vel á framkomnar hugmyndir og er Jóhanni Antonssyni falið að halda áfram heimildarsöfnun og hann skili inn framvinduskýrslu þann 1. mars 2017.


  • Tekin var fyrir erindi um styrk á móti húsaleigu á félagsheimilinu Árskógi í tengslum við árlega Rokkhátíð. Menningarráð - 60 Menningarráð hafnar umsókn um styrkveitingu þar sem ekki lágu fyrir fullnægjandi gögn.

    Menningarráð bendir forsvarsmönnum Rokkhátíðarinnar á að umsóknir í styrk hjá Menningarsjóði sveitarfélagsins er í byrjun hvers árs og er auglýst sérstaklega.
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Umhverfisráð - 285, frá 02.12.2016

Málsnúmer 1611015Vakta málsnúmer

4. liður sér liður á dagskrá.
  • Til kynningar umsögn vegna undanþágu frá ákvæðum friðlýsingar vegna fyrirhugaðrar brúargerðar við Hánefsstaðarreit. Umhverfisráð - 285 Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendi erindi dags. 15. nóvember 2016 óskar Freyr Antonsson fyrir hönd Artic Sea Tours eftir leyfi til starfrækja kayak ferði á Svarfaðardalsá samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 285 Umhverfisráði líst vel á hugmyndina en áður en leyfi er gefið út óskar ráðið eftir að umsækjandi afli umsagna frá friðlandsnefnd Friðlands Svarfdæla og Veiðifélagi Svarfaðardalsár.
    Einnig óskar ráðið eftir upplýsingum um hvort fyrirhugað sé að vera með aðstöðu á svæðinu og ef svo er, hvar verður hún þá staðsett?
  • Til kynningar drög að verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Friðland Svarfdæla frá Umhverfisstofnun dags. 03. nóvember 2016. Umhverfisráð - 285 Umhverfisráði Dalvíkurbyggðar líst vel á drögin og gerir ekki athugasemdir. Bókun fundar Til máls tóku:
    Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
    Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að gera viðeigandi athugasemdir við "Verndar- og stjórnunaráætlun Friðlands Svarfdæla 2017-2026 sem er nú í kynningarferli hjá Umhverfisstofnun".

    Guðmundur St. Jónsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar með 5 atkvæðum, Guðmundur St. Jónsson og Valdís Guðbrandsdóttir sitja hjá.
  • Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 12. nóvember 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umhverfisráð - 285 Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
  • Til umræðu losun og geymsla á hænsnaskít í námu við Ytra-Holt. Umhverfisráð - 285 Þar sem náman við Ytra-Holt er ekki viðurkenndur urðunarstaður getur umhverfisráð ekki sætt sig við að náman sé notuð sem slík. Matfugli ber að finna varanlega lausn á losun hænsnaskíts frá sínum rekstri.
    Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar leggur áherslu á að við endurnýjun á starfsleyfi frá HNE verði gerðar skýrar kröfur um meðhöndlun á úrgangi frá starfseminni.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar í fundargerðinni, 4. liður er sérliður á dagskrá. Eru því þeir liðir fundargerðarinnar sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 56, frá 07.12.2016

Málsnúmer 1612002Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

4. liður.
  • 6.1 201601130 Fundargerðir 2016
    Fyrir fundinum lá fundargerð 389. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 11. nóvember sl.
    Á fundinum var kjörið í starfsnefndir Hafnasambandsins 2016 - 2018, auk þess voru afgreiddar ályktanir sem 40. Hafnasambandsþing, sem haldið var á Ísafirði í okt sl., hafði vísað til stjórnar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 56 Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi sem dagsett er 25. nóvember 2016 frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti kemur fram að ráðuneytið hefur staðfest og sent til birtingar í B - deild Stjórnartíðinda Samþykkt um fráveitur og rotþrær í Dalvíkurbyggð. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 56 Lagt fram til kynningar.
  • Á 286. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 22.11.2016 var eftirfarandi fært til bókar: "Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
    „Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja í Dalvíkurbyggð hefur mótmælt samþykkt veitu- og hafnaráðs frá 9. nóvember sl. og telur að það fyrirkomulag sem lagt er til um upplýsingaskyldu sé illframkvæmanlegt þ.e. að senda inn tölur um farþegafjölda fyrir hverja ferð. Sveitarstjórn leggur til að veitu- og hafnaráð taki málið upp að nýju og leiti leiða til að koma á fyrirkomulagi sem jafnt hafnasjóður og ferðaþjónustuaðilar geta sætt sig við.“

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra."
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 56 Veitu- og hafnaráð samþykkir að formaður og sviðsstjóri boði hagsmunaaðila til fundar um ofangreint málefni og leggi fram tillögu að lausn málsins á næsta fund ráðsins.
  • Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2016. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám veitufyrirtækja og er gjaldið nú 314,77 kr/m3 húss. Heildarkostnaður Hitaveitu Dalvíkur er því um kr. 3.932.000,-. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 56 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagðan útreikning. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Frá 285. fundi umhverfisráðs þann 2.12.2016: Deiliskipulag Skáldalæk-Ytri

Málsnúmer 201606032Vakta málsnúmer

Á 285. fundi umhverfisráðs þann 2. desember 2016 var eftirfarandi bókað:

"Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 12. nóvember 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.

Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum"



Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.

8.Fjárhagsáætlun 2016; tillaga að heildarviðauka III.

Málsnúmer 201611092Vakta málsnúmer

Á 805. fundi byggðaráðs þann 8. desember 2016 var eftirfarandi bókað:

"Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að heildarviðauka við fjárhagsáætlun III þar sem búið er að taka inn í eftirfarandi áður samþykkta viðauka: a) Málsnr. 201504045:Viðauki 20; Sala á færanlegri kennslustofu. Málsnr. 201608023:Viðauki 22; Sala á Lokastíg 1, íbúð 0203. Málsnr. 201608057:Viðauki 25; Sala á Öldugötu 4a- 4d. Málsnr. 201503150: Viðauki 26; Sala á Húsabakka. Málsnr. 201609041: Viðauki 27; Sala á Lokastíg 1, íbúð 0304 Málsnr. 201609079; Viðauki 28; Acute búnaður slökkviliðs - hefur ekki áhrif á áætlun. Málsnr. 201610028; Viðauki 29; Greið leið ehf.; aukning á hlutafé. Máls nr. 201602098; Viðauki 30; Snjómokstur Málsnr. 201610067; Viðauki 31; Breytingar á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar. b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 7. desember 2016; þar sem óskað er eftir breytingu á fjárfestingaáætlun Hafnasjóðs vegna löndunaraðstöðu, lækkun um kr. 21.000.000. Undir þessum lið kom á fund Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 13:55. Til umræðu ofangreint. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:00. c) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsettur þann 7. desember 2016, þar sem lagt er til að 80% áætlaður kostnaður vegna breytinga á Skrifstofum verði eignfært og 20% verði fært á viðhald, sbr. viðauki #31 hér að ofan. d) Í fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir að verðbólga ársins verði 2,50% en skv. endurskoðaðri Þjóðhagsspá frá 4. nóvember 2016 er gert ráð fyrir 1,8% verðbólgu á árinu 2016. Lagt er til að sú áætlun verði notuð í fjárhagsáætlunarlíkani með heildarviðauka III. Til umræðu ofangreint.

a) - d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að heildarviðauka III samkvæmt liðum a. - d. og tillögu að heildarviðauka eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."



Enginn tók til máls.



Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluti, kr. 124.876.000 jákvæð.

Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs, kr. 107.601.000, neikvæð.

Rekstrarniðurstaða Sveitarsjóðs A- hluta, kr. 9.562.000 jákvæð.

Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 290.670.000.

Sala eigna Samstæðu A- og B- hluta, kr. 123.260.000.

Áætluð lántaka Samstæðu A- og B- hluta kr. 150.000.000.

Afborganir og uppgreiðslur lána Samstæðu A- og B- hluta, kr. 173.802.000.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2016 eins og hann liggur fyrir.

9.Frá Valdemar Þór Viðarssyni; Beiðni um leyfi frá störfum vegna fæðingarorlofs

Málsnúmer 201612050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Valdemar Þór Viðarssyni, rafpóstur dagsettur þann 9. desember 2016, þar sem óskað er eftir leyfi frá störfum vegna fæðingarorlofs frá og með 1. janúar 2017 til og með 31. mars 2017. Óskað er eftir leyfi í skertu starfshlutfalli, þ.e. leyfi frá störfum í ráðum en áframhaldandi setu í sveitarstjórn.



Til máls tók:

Valdimar Þór Viðarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:48.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að veita Valdemar Þór Viðarsyni tímabundna lausn frá störfum vegna fæðingarorlofs í samræmi við ofangreint, Valdemar Þór Viðarsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

10.Kosningar í nefndir og ráð skv. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2016, 46. gr. með síðari breytingum.

Málsnúmer 201612052Vakta málsnúmer

Valdemar Þór Viðarsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:49.



Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:



a) Aðalmaður og formaður menningarráðs í stað Valdemars Þórs Viðarssonar frá og með 1. janúar 2017 og til og með 31. mars 2017:

Guðrún Anna Óskarsdóttir.



Varamaður í stað Guðrúnar Önnu Óskarsdóttur frá og með 1. janúar 2017 og til og með 31. mars 2017:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.



b) Aðalmaður í fræðsluráði í stað Valdemars Þórs Viðarssonar frá og með 1. janúar 2017 og til og með 31. mars 2017:

Kristinn Ingi Valsson.



Varamaður í stað Kristins Inga Valssonar frá og með 1. janúar 2017 og til og með 31. mars 2017:

Freyr Antonsson.



c) Varamaður í byggðaráði í stað Valdemars Þórs Viðarssonar frá og með 1. janúar 2017 og til og með 31. mars 2017:

Lilja Björk Ólafsdóttir.



d) Varamaður í íþrótta- og æskulýðsráði í stað Valdemar Þórs Viðarssonar frá og með 1. janúar 2017 og til og með 31. mars 2017:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.



e) Varamaður í atvinnumála- og kynningaráði í stað Valdemar Þórs Viðarssonar frá og með 1. janúar 2017 og til og með 31. mars 2017:

Haukur Gunnarsson.



Fleiri tóku ekki til máls.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.

11.Sveitarstjórn - 285, frá 22.11.2016

Málsnúmer 1611005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:03.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs