Málsnúmer 201609055Vakta málsnúmer
a)
Undir þessum lið kom á fundinn Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri kl. 15:00.
Á 804. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 17. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:
"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið undir umræðu. Tekið fyrir svarbréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 31. október 2016, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur fjallað um umsókn Dalvíkurbyggðar og er niðurstaðan að úthluta byggðakvóta til sveitarfélagsins sem skiptist á byggðarlög sem hér segir: Dalvík, 70 þorskígildistonn. Hauganes, 15 þorskígildistonn. Árskógssandur, 270 þorskígildistonn. Fram kemur einnig að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 30. nóvember n.k. Upplýst var á fundinum að atvinnumála- og kynningaráð mun fjalla um reglur Dalvíkurbyggðar hvað varðar úthlutun á byggðakvóta á fundi sínum þann 23. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar. "
Með fundarboði atvinnumála- og kynningaráðs fylgdu einnig eftirfarandi gögn:
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017.
Umsókn Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta 2016/2017, dagsett þann 30. september 2016.
Ósk um undanþágur frá reglugerð nr. 605 frá 2015.
Svarbréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 18. nóvember 2015.
Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiði árinu 2016/2017.
Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017.
Ákveðið var að fá hagsmunaaðila í fiskivinnslu og útgerð á fund ráðsins. Upplýsingafulltrúi sendi rafpóst á öll netföng tengiliða í fiskvinnslu og útgerð sem upplýsingafulltrúi er með og því fylgdi ósk um að láta vita líka í kringum sig.
Til umræðu ofangreint.
b) Hagsmunaaðilar í fiskvinnslu, kl. 16:00.
Undir þessum lið komu á fund ráðsins hagsmunaaðilar í fiskvinnslu og viku af fundi kl. 17:00.
c) Hagsmunaraðilar í útgerð, kl. 17:00.
Undir þessum lið komu á fund ráðsins hagsmunaaðilar í útgerð og viku af fundi kl. 18:00.
d) Úrvinnsla ráðsins
Bára Höskuldsdóttir boðaði forföll vegna vanhæfis vegna 1. liðar og varamaður hennar Arna Gerður Hafsteinsdóttir mætti á fundinn í hennar stað.