Frá Valdemar Þór Viðarssyni; Beiðni um leyfi frá störfum vegna fæðingarorlofs

Málsnúmer 201612050

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 287. fundur - 13.12.2016

Tekið fyrir erindi frá Valdemar Þór Viðarssyni, rafpóstur dagsettur þann 9. desember 2016, þar sem óskað er eftir leyfi frá störfum vegna fæðingarorlofs frá og með 1. janúar 2017 til og með 31. mars 2017. Óskað er eftir leyfi í skertu starfshlutfalli, þ.e. leyfi frá störfum í ráðum en áframhaldandi setu í sveitarstjórn.



Til máls tók:

Valdimar Þór Viðarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:48.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að veita Valdemar Þór Viðarsyni tímabundna lausn frá störfum vegna fæðingarorlofs í samræmi við ofangreint, Valdemar Þór Viðarsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.