Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805, frá 09.12.2016.

Málsnúmer 1612006

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 287. fundur - 13.12.2016

Til afgreiðslu:

3. liður a og b.

5. liður.

6. liður.

  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

    Á 284. fundi umhverfisráðs þann 15. nóvember s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Með erindi dags. 6. nóvember 2016 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf eftir lóð fyrir seiðaeldiasstöð við ósa Þorvaldsdalsár á Árskógssandi.
    Umhverfisráði Dalvíkurbyggðar tekur jákvætt í umsóknina, en getur ekki veitt umbeðna lóð fyrr en skipulag svæðisins liggur fyrir. Ráðið leggur áherslu á að í upphafi skipulagsferlisins sé haft samráð við aðliggjandi nágranna. Samþykkt með fimm atkvæðum."


    Til umræðu drög að samningi um afnot af vatni úr Þorvaldsdalsá í Dalvíkurbyggð á milli annars vegar Laxós ehf. kt. 671016-2110, og hins vegar eigenda að aðliggjandi jörðum/landspildum sem liggja að Þorvaldsdalsá í Dalvíkurbyggð vegna byggingar og rekstur Laxós á fiskeldisstöð.

    Til umræða ofangreint. Börkur vék af fundi kl. 13:21.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu. Byggðaráð lítur jákvæðum augum á þetta verkefni.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að heildarviðauka við fjárhagsáætlun III þar sem búið er að taka inn í eftirfarandi áður samþykkta viðauka:

    a) Málsnr. 201504045:Viðauki 20; Sala á færanlegri kennslustofu.
    Málsnr. 201608023:Viðauki 22; Sala á Lokastíg 1, íbúð 0203.
    Málsnr. 201608057:Viðauki 25; Sala á Öldugötu 4a- 4d.
    Málsnr. 201503150: Viðauki 26; Sala á Húsabakka.
    Málsnr. 201609041: Viðauki 27; Sala á Lokastíg 1, íbúð 0304
    Málsnr. 201609079; Viðauki 28; Acute búnaður slökkviliðs - hefur ekki áhrif á áætlun.
    Málsnr. 201610028; Viðauki 29; Greið leið ehf.; aukning á hlutafé.
    Máls nr. 201602098; Viðauki 30; Snjómokstur
    Málsnr. 201610067; Viðauki 31; Breytingar á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar.

    b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig minnisblað frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 7. desember 2016; þar sem óskað er eftir breytingu á fjárfestingaáætlun Hafnasjóðs vegna löndunaraðstöðu, lækkun um kr. 21.000.000.

    Undir þessum lið kom á fund Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 13:55.

    Til umræðu ofangreint.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 14:00.

    c) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsettur þann 7. desember 2016, þar sem lagt er til að 80% áætlaður kostnaður vegna breytinga á Skrifstofum verði eignfært og 20% verði fært á viðhald, sbr. viðauki #31 hér að ofan.

    d) Í fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir að verðbólga ársins verði 2,50% en skv. endurskoðaðri Þjóðhagsspá frá 4. nóvember 2016 er gert ráð fyrir 1,8% verðbólgu á árinu 2016. Lagt er til að sú áætlun verði notuð í fjárhagsáætlunarlíkani með heildarviðauka III.


    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 a) - d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að heildarviðauka III samkvæmt liðum a. - d. og tillögu að heildarviðauka eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
  • Á 791. fundi byggðaráðs þann 8. september 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað:

    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum sölu á húseignunum á Húsabakka og að taka hæsta tilboði sem er frá Stórvali kt. 470605-1460, með fyrirvara á staðfestingu á samþykki ríkisins hvað varðar sölu á sínum eignarhluta. Með vísan í samskipti við fjármála- og efnahagsráðuneytið er gengið út frá því að gerð verði makaskipti á 15% eignarhlut Dalvíkurbyggðar í Öldugötu 1 og þátttöku ríkisins í greiðslu til Húsabakka ehf. í samræmi við eignarhluta ríkisins í húseignunum á Húsabakka."


    Með fundarboði fylgdu eftirtalin gögn:
    a) Undirritað samkomulag á milli Dalvíkurbyggðar og Ríkissjóðs Íslands vegna sölu á Húsabakkaskóla, dagsett þann 1. desember 2016.
    b) Undirritað afsal á milli Dalvíkurbyggðar og Ríkissjóðs íslands vegna sölu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Öldugötu 1.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 a) Byggðaráð staðfestir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag um uppgjör á milli Dalvíkubyggðar og Ríkissjóðs um sölu á Húsabakka.
    b) Byggðaráð staðfestir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi afsal milli Dalvíkurbyggðar og Ríkissjóðs um sölu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Öldugötu 1.
    Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðuskýrslu reksturs fyrir janúar - nóvember 2016, bókfærð staða í samanburði við fjárhagsáætlun 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar.
  • Á 804. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Með fundarboði fylgdi gildandi reglur sveitarfélagsins um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Ekki eru tillögur um efnislega breytingar en byggðaráð þarf að taka afstöðu til fjárhæðar afsláttar af fasteignaskatti sem og fjárhæð tekjutengingar, annars vegar vegna einstaklinga og hins vegar vegna hjóna og sambýlisfólks. Sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða en skylt er að setja þar sérstakar reglur um. Heildarfjárhæð afsláttar árið 2016 var kr. 2.227.132, áætlað kr. 2.121.000. Til umræðu ofangreint.
    Frestað."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka fjárhæð afsláttar um 3,9% og tekjuviðmið um 3,9%.
  • Tekið fyri erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 2.12.2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Júlíusar Júlíussonar, kt. 020266-4819, fyrir hönd Þau bæði ehf., kt. 411208-1840, hvað varðar nýtt rekstrarleyfi til sölu veitinga í Þulu veisluþjónustu, Hafnartorgi á Dalvik. Um er að ræða flokk II. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsagnir slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa, sem liggja ekki fyrir.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Velferðarráðuneytinu, dagsettur þann 30.nóvember 2016, þar sem fram kemur að þann 1. janúar næstkomandi taka gildi ný lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, sem samþykkt voru á Alþingi hinn 16. júní sl. Er þar m.a. kveðið á um breytingu á 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 þannig að sveitarfélögum verði skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning, sem komi í stað sérstakra húsaleigubóta, og að ráðherra skuli, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, gefa út leiðbeinandi reglur til sveitarstjórna um framkvæmd stuðnings ásamt viðmiðunarfjárhæðum. Stefnt er að því að leiðbeiningarnar liggi fyrir við gildistöku laganna.

    Samráðsnefnd um húsnæðismál, sem skipuð var 6. september sl., á grundvelli samkomulags um endurskoðaða verka- og kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna breytinga á fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings við leigjendur, hefur unnið meðfylgjandi drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Óskað er eftir athugasemdum við meðfylgjandi drög og að þær berist eigi síðar en föstudaginn 9. desember næstkomandi.

    Ti umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálaráðs.
  • Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 1. desember 2016, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 25. nóvember s.l. var lögð fram fundargerð 24. fundar skipulagsmálanefndar sambandsins frá 14. nóvember 2016. Með vísaðn til töluliðar 4 gr. í fundargerð nefndarinnar var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

    "Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til þess að hraða vinnu við gerð húsnæðisáætlana á grundvelli laga um almennar íbúðir enda eru slíkar áætlanir hugsaðar sem stjórntæki fyrir sveitarfélaög. Jafnframt er mikilvægt að bæta að gengi að tölulegum upplýsingum um húsnæðismál".

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá Landsneti, dagsettur þann 18. nóvember 2016, þar sem fram kemur að fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2016-2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu, auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu. Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr. 105/2006, en í umhverfisskýrslu lagt er mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunar.

    Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 30. desember 2016. Það er von Landsnets að flestir kynni sér efni kerfisáætlunar og umhverfisskýrslu.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 18. nóvember 2016, þar sem kynntar eru ályktanir frá aðalfundi Eyþings 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði fylgdu fundargerðir stjórnar Eyþings nr. 287 frá 26.10.2016, og nr. 288 frá 23.10.2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði fylgdi fundargerð stjórnar Sambandsins nr. 844. frá 25. nóvember. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 805 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.