Félagsmálaráð

283. fundur 12. nóvember 2024 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202411014Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202411014

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202411025Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál nr. 202411025

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202409162Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 202409162

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Okkar heimur, beiðni um styrk til fjölskyldusmiðju

Málsnúmer 202410066Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 11.10.2024 frá Okkar heimur. Erindi bréfsins er að vekja athygli á úrræði sem stendur ti að koma á fót á Akureyri fyrir íbúa á norður- og austurlandi. Um er að ræða fjölskyldusmiðjur á vegum Okkar heims og er stuðningsúrræð fyrir börn foreldra með geðrænan vanda/geðsjúkdóm. Verið er að vinna að því að koma þessum fjölskyldusmiðjum af stað og hefur verið stofnaður stýrihópur um verkefnið.Þetta úrræði á að vera í boði fólki að kostnaðarlausu og er gengið út frá því að búið verði að fjármagna úrræðið til eins árs áður en það fer af stað. Leitað er til sveitarfélaga í von um að þau geti stutt verkefnið fjárhagslega.
Félagsmálaráð samþykkir með 5 greiddum atkvæðum að styrkja Okkar heim um 30.000 krónur. Tekið af lið 02-80-9145

5.Ósk um fjárstuðning til Stígamóta

Málsnúmer 202410128Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Stígamótum dags. 30.10.2024. Árlega leita Stígamót til sveitarstjórna landsins eftir fjárstuðningi og samstarfi um rekstur samtakanna. Alls leituðu 835 einstaklingar til Stígamóta árið 2023. Nokkur árangur hefur verið af vinnu við að ná niður biðlistum og voru 179 einstaklingar á biðlista í lok árs 20223. Bætt var við stöðu ráðgjafa hjá Stígamótum árið 2024. Nýjung í starfi Stígamóta var árið 2022 en þá var opnuð þjónusta sem ber nafnið Sjúkt spjall og er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi. Rekstur Stígamóta er háður skilningi og stuðningi opinberra aðila. Forsvarsmenn Stígamóta skora á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu
Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem það hefur undanfarin ár styrkt þjónustu sem er veitt í nærumhverfinu.

6.Til umsagnar 79. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202411037Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 06.11.2024 frá Velferðarnefnd Alþingis en sent er ti umsagnar mál nr. 79, frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125-1999 (réttur til sambúðar)
Lagt fram til kynningar.

7.Til umsagnar 75. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202411039Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 06.11.2024 frá Velferðarnefnd Alþingis, sent er er umsagnar mál nr. 75, tillaga ti þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Lagt fram til kynningar.

8.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Formaður félagsmálaráðs lagði fram til kynningar og umræðu drög að nýjum samningi um sameiginlega barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.
Lagt fram til kynningar.

9.Samþætting þjónustu vegna farsældar barna

Málsnúmer 202206109Vakta málsnúmer

Tekið var til umræðu staðan á samþættingu á þjónustu vegna farsældar barna í Dalvíkurbyggð
Félagsmálaráð þakkar fyrir góða kynningu á stöðu samþættingar í Dalvikurbyggð og vill fylgjast áfram með stöðu mála.

10.Samskipta- og eineltisteymi Dalvikurskóla

Málsnúmer 202411041Vakta málsnúmer

Umræða var um samskipta- og eineltisteymi Dalvíkurskóla og hvernig málum er vísað í teymið og mögulegum samvinnugrundvelli í samþættingu um farsæld barna.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum að fá fulltrúa úr teyminu til að koma á næsta fund ráðsins með kynningu á starfi teymisins.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs