Málsnúmer 202410128Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir rafpóstur frá Stígamótum dags. 30.10.2024. Árlega leita Stígamót til sveitarstjórna landsins eftir fjárstuðningi og samstarfi um rekstur samtakanna. Alls leituðu 835 einstaklingar til Stígamóta árið 2023. Nokkur árangur hefur verið af vinnu við að ná niður biðlistum og voru 179 einstaklingar á biðlista í lok árs 20223. Bætt var við stöðu ráðgjafa hjá Stígamótum árið 2024. Nýjung í starfi Stígamóta var árið 2022 en þá var opnuð þjónusta sem ber nafnið Sjúkt spjall og er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi. Rekstur Stígamóta er háður skilningi og stuðningi opinberra aðila. Forsvarsmenn Stígamóta skora á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu