Tekinn fyrir rafpóstur dags. 11.10.2024 frá Okkar heimur. Erindi bréfsins er að vekja athygli á úrræði sem stendur ti að koma á fót á Akureyri fyrir íbúa á norður- og austurlandi. Um er að ræða fjölskyldusmiðjur á vegum Okkar heims og er stuðningsúrræð fyrir börn foreldra með geðrænan vanda/geðsjúkdóm. Verið er að vinna að því að koma þessum fjölskyldusmiðjum af stað og hefur verið stofnaður stýrihópur um verkefnið.Þetta úrræði á að vera í boði fólki að kostnaðarlausu og er gengið út frá því að búið verði að fjármagna úrræðið til eins árs áður en það fer af stað. Leitað er til sveitarfélaga í von um að þau geti stutt verkefnið fjárhagslega.