Innleiðing laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna

Málsnúmer 202206109

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 273. fundur - 14.09.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu þætti varðandi frumvarp varðandi samþættingu á þjónustu við börn.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 277. fundur - 14.12.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála er varðar innleiðingu laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna.
Lagt fram til kynningar. Búið er að mynda innleiðingarhóp fyrir frumvarpið og stendur sú vinna vel.

Fræðsluráð - 280. fundur - 08.03.2023

Ágústa, Guðrún Halldóra, Kristín Magdalena og Gunnar Njáll fóru af fundi.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála er varðar innleiðingu laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1063. fundur - 29.03.2023

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Á 280. fundi fræðsluráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála er varðar innleiðingu laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna."

Eyrún og Gísli gerðu grein fyrir stöðu mála er varðar innleiðingu laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna.

Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:35.
Byggðaráð þakkar sviðsstjórum félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs fyrir kynninguna.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 291. fundur - 13.03.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar.
Leikskólafólk fór af fundi kl. 10:00

Íþrótta- og æskulýðsráð - 166. fundur - 05.11.2024

Lagt fram til kynningar. Íþrótta - og æskulýðsráð þakkar Gísla Bjarnasyni sviðstjóra fyrir kynningu.

Félagsmálaráð - 283. fundur - 12.11.2024

Tekið var til umræðu staðan á samþættingu á þjónustu vegna farsældar barna í Dalvíkurbyggð
Félagsmálaráð þakkar fyrir góða kynningu á stöðu samþættingar í Dalvikurbyggð og vill fylgjast áfram með stöðu mála.

Félagsmálaráð - 285. fundur - 08.04.2025

Þorleifur Kr. Níelsson kom inn á fund kl 9:04

Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældar hjá SSNE,kynnir fyrir ráðinu svæðisbundin farsældarráð og starf sitt. Með lögum um samþættingu sem samþykkt voru árið 2022 er kveðið á um svæðisbundið farsældarráð. Sveitarfélög skulu skipa þessi farsældarráð sem eru vettvangur fyrir svæðisbunið samráð um farsæld barna. Þar eiga sæti fulltrúar svæðisbundinna þjónustuveitenda á vegum ríkis og sveitarfélaga. Ráðið skal hafa samráð við fulltrúa notenda á viðkomandi svæði. Svæðisbundin farsældarráð skulu vinna áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgera um farsæld barna til fjögurra ára sem tekur mið af þingsályktun um stefnu um farsæld barna og framkvæmdaáætlun ríkisins og niðurstöðum farsældarþings. Sveitarfélög vinna skýrslu um framvindu áætlana um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða á tveggja ára fresti, sem sendar skulu til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Þorleifur Kr. Níelsson er verkefnastjóri farsældar á Eyjafjarðarsvæðinu mun halda utan um störf svæðisbundins farsældarráðs, boða fundi þess og bera ábyrgð á frágangi og skilum á afurð þess til allra sveitarstjórna í landshlutanum auk Gæða og eftirlitsstofnunar. Þorleifur kynnti störf sín, hvað unnist hefur og hver er framtíðarsýn verkefnisins.
Félagsmálaráð þakkar Þorleifi Kr. Níelssyni fyrir góða kynningu.

Þorleifur Kr. Níelsson vék af fundi kl 9:35