Fræðsluráð

280. fundur 08. mars 2023 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson varamaður
  • Helgi Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsvið.
Dagskrá
Jolanta Krystyna Brandt, boðaði forföll og í hennar stað kemur Helgi Einarsson. Monika Margrét Stefánsdóttir, boðaði forföll og í hennar stað kemur Þorsteinn Ingi.

Benedikt Snær Magnússon, tók að sér fundarstjórn.
Aðrir sem sitja fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Kristín Magdalena Dagmannsdóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Hugrún Felixdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla. Gunnar Anton Njáll Gunnarsson, fulltrúi foreldra á Krílakoti,

1.Vegna innritunarreglu á leikskólum Dalvíkurbæjar

Málsnúmer 202302066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Þóru Rósu Geirsdóttur dags. 16. feb. 2023
Fræðsluráð,þakkar Þóru Rósu fyrir bréfið og tekur vel í erindið að breyta innritunarreglum í samræmi við lengd fæðingarorlofs.

2.Ósk um breytingu á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202303041Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, fór yfir ósk um breytingu á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð tekur vel í erindið og felur stjórnendum í leikskóla að vinna málið áfram og koma með fullmótaðar innritunarreglur í samræmi við lengd fæðingarorlofs á næsta fund.
Hugrún Felixdóttir og Friðrik Arnarson, koma inn á fund.

3.Fjárhagslegt stöðumat 2022 (Málafl. 04)

Málsnúmer 202206094Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir frávik í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferð á frávikum fyrir fjárhagsáætlun 2022.

4.Skóladagatöl skólanna 2023 - 2024

Málsnúmer 202301163Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2023 - 2024.
Fræðsluráð, samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2023 - 2024. Sviðsstjóra falið að vinna með stjórnendum leikskóla að skóladagatali fyrir 2023 - 2024 og koma með tillögu á næsta fund hjá Fræðsluráði.

5.Landsskýrsla Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2022

Málsnúmer 202302021Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu niðurstöður í lokaskýrslu Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2022.
Lagt fram til kynningar

6.Þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu

Málsnúmer 202303009Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir upplýsingar frá þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu, sem haldin var í Hörpu 6. mars og kom jafnframt með hugmynd um að halda umræðu áfram í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð leggur til að Snæþór Arnþórsson verði í umræðuhópi varðandi skólaþjónustu.
Ágústa, Guðrún Halldóra, Kristín Magdalena og Gunnar Njáll fóru af fundi.

7.Innleiðing laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna

Málsnúmer 202206109Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála er varðar innleiðingu laga um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna.
Lagt fram til kynningar.

8.Breyttir starfshættir í grunnskóla

Málsnúmer 202303015Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar- og Dalvíkurskóla, fór yfir vangaveltur varðandi breytingar á starfsháttum í grunnskólum í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð, þakkar Friðriki fyrir yfirferðina á hugmyndum er varða breytta starfshætti.

9.Innleiðingaráætlun fyrir nýja Menntastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202108026Vakta málsnúmer

Umræður um innleiðingaráætlun fyrir nýja menntastefnu Dalvíkurbyggðar
Unnið er að stöðumati á innleiðingu á menntastefnu og verður kynnt fyrir fræðsluráði í apríl/maí 2023.

10.Heimsóknir fræðsluráðs í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201810023Vakta málsnúmer

Fræðsluráð fer í heimsókn í Árskógarskóla.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson varamaður
  • Helgi Einarsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsvið.