Félagsmálaráð

285. fundur 08. apríl 2025 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Auður Olga Arnarsdóttir aðalmaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Nimnual Khakhlong boðar forföll og í hennar stað mætir Elsa Hlín Einarsdóttir

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202503124Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202503124

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202411025Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202411025

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202504011Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202504011

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202504018Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202504018

Bókað í trúnaðarmálabók

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202504024Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202504025

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Heimsókn frá verkefnastjóra farsældar hjá SSNE

Málsnúmer 202206109Vakta málsnúmer

Þorleifur Kr. Níelsson kom inn á fund kl 9:04

Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældar hjá SSNE,kynnir fyrir ráðinu svæðisbundin farsældarráð og starf sitt. Með lögum um samþættingu sem samþykkt voru árið 2022 er kveðið á um svæðisbundið farsældarráð. Sveitarfélög skulu skipa þessi farsældarráð sem eru vettvangur fyrir svæðisbunið samráð um farsæld barna. Þar eiga sæti fulltrúar svæðisbundinna þjónustuveitenda á vegum ríkis og sveitarfélaga. Ráðið skal hafa samráð við fulltrúa notenda á viðkomandi svæði. Svæðisbundin farsældarráð skulu vinna áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgera um farsæld barna til fjögurra ára sem tekur mið af þingsályktun um stefnu um farsæld barna og framkvæmdaáætlun ríkisins og niðurstöðum farsældarþings. Sveitarfélög vinna skýrslu um framvindu áætlana um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða á tveggja ára fresti, sem sendar skulu til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Þorleifur Kr. Níelsson er verkefnastjóri farsældar á Eyjafjarðarsvæðinu mun halda utan um störf svæðisbundins farsældarráðs, boða fundi þess og bera ábyrgð á frágangi og skilum á afurð þess til allra sveitarstjórna í landshlutanum auk Gæða og eftirlitsstofnunar. Þorleifur kynnti störf sín, hvað unnist hefur og hver er framtíðarsýn verkefnisins.
Félagsmálaráð þakkar Þorleifi Kr. Níelssyni fyrir góða kynningu.

Þorleifur Kr. Níelsson vék af fundi kl 9:35

7.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar staða á fjárhagsáætlun sviðsins fyrstu 3 mánuði ársins
Lagt fram til kynningar.

8.Beiðni um fjárstyrk 2025

Málsnúmer 202503048Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Grófinni Geðrækt sem óskar eftir aðstoð nærsveitarfélaga til að brúa bilið í stórauknum kostnaði við húsaleigu eftir að hafa þurft að fara úr húsnæði sem hefur verið óviðunandi síðastliðin ár. Síðastliðið haust var staðfest að um myglu var að ræða með tilheyrandi áhrifum á margt starfsfólks og húsbúnað Grófarinnar sem að stórum hluta hefur nú verið hent. Kostnaður á nýja húsnæðinu er fjórfalt hærra en var í því gamla og því þörfin mikil fyrir aðstoð. Grófin Geðrækt hefur verið starfrækt af samnefndum félagasamtökum frá árinu 2013 og staðið þeim opin sem vilja nýta þjónustuna án endurgjalds og tilvísana. Grófin er eina opna geðræktarmiðstöðin utan Höfuðborgarsvæðisins og hefur aðsóknin verið vaxandi Árlega koma nú um 350-400 manns, fólk af öllu Eyjafjarðarsvæðinu, Norðurlandi og reyndar víðar af landinu, kringum 5500 heimsóknir á ári undanfarin ár, að meðaltali 24 á dag. Virkir þátttakendur eru 80-140 á mánuði, fer eftir árstíma.
Það er von okkar að sveitarfélagið þitt taki erindi okkar fyrir og sjái sér fært að leggja Grófinni lið a.m.k.á þessu ári og aðstoða þannig við að brúa það bil sem húsnæðismálin hafa á fjárhag starfseminnar.
Félagsmálaráð hafnar erindinu með fimm greiddum atkvæðum.

9.Niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna

Málsnúmer 202409094Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rafbréf dags. 19.febrúar 2025 varðandi skýrslu frá Gæða- og eftirlitsnefnd ríkisins (GEV) um frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga sem fram fór á árinu 2024. GEV þakkar sveitarfélaginu fyrir góða samvinnu við framkvæmd athugunarinnar. GEV stefnir á birtingu skýrslunnar í lok febrúar á síðu sinni.
Lagt fram til kynningar.

10.Könnun varðandi akstursþjónustu

Málsnúmer 202409165Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar niðurstöður af frumkvæðisathugun á akstursþjónustu sveitarfélaga sem Gæða- og eftirlitsnefnd ríkisins (GEV) sendi út á öll sveitarfélög í landinu. Hér er verið að kynna niðurstöður úr þeirri athugun ásamt því að benda á úrbætur samkvæmt lögum um aksturþjónustu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Auður Olga Arnarsdóttir aðalmaður
  • Elsa Hlín Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi