Málsnúmer 202206109Vakta málsnúmer
Þorleifur Kr. Níelsson kom inn á fund kl 9:04
Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældar hjá SSNE,kynnir fyrir ráðinu svæðisbundin farsældarráð og starf sitt. Með lögum um samþættingu sem samþykkt voru árið 2022 er kveðið á um svæðisbundið farsældarráð. Sveitarfélög skulu skipa þessi farsældarráð sem eru vettvangur fyrir svæðisbunið samráð um farsæld barna. Þar eiga sæti fulltrúar svæðisbundinna þjónustuveitenda á vegum ríkis og sveitarfélaga. Ráðið skal hafa samráð við fulltrúa notenda á viðkomandi svæði. Svæðisbundin farsældarráð skulu vinna áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgera um farsæld barna til fjögurra ára sem tekur mið af þingsályktun um stefnu um farsæld barna og framkvæmdaáætlun ríkisins og niðurstöðum farsældarþings. Sveitarfélög vinna skýrslu um framvindu áætlana um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða á tveggja ára fresti, sem sendar skulu til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Þorleifur Kr. Níelsson er verkefnastjóri farsældar á Eyjafjarðarsvæðinu mun halda utan um störf svæðisbundins farsældarráðs, boða fundi þess og bera ábyrgð á frágangi og skilum á afurð þess til allra sveitarstjórna í landshlutanum auk Gæða og eftirlitsstofnunar. Þorleifur kynnti störf sín, hvað unnist hefur og hver er framtíðarsýn verkefnisins.