Veitu- og hafnaráð

2. fundur 30. apríl 2013 kl. 15:00 - 17:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Berglind Björk Stefánsdóttir Formaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Fundargerð ritaði: Svanfríður Inga Jónasdóttir Hafnastjóri
Dagskrá

1.Hafskipakantur á Dalvík

Málsnúmer 201303120Vakta málsnúmer

Á 1. fundi fundi veitu- og hafnaráðs, 8. mars sl. samþykkti ráðið að fá uppgefinn kostnað við hönnun hafskipakants í Dalvíkurhöfn og jafnframt að fá frumhönnun á framkvæmdinni. Hafnastjóri sendi erindi til Siglingastofnunar um þessi atriði.
Fyrir liggur bréf frá Siglingastofnun dags. 15.04.2013 þar sem gefnar eru upplýsingar varðandi erindið.
Heildarkostnaður með dýpkun m.v. frumathugun, gæti orðið 327 m kr. m.VSK.
Hafnastjóri kallaði eftir breytingu á uppdrætti sem fylgdi sem ekki hefur borist.
Veitu-og hafnaráð fór yfir svör Siglingastofnunar og meðfylgjandi uppdrátt ásamt áætluðum kostnaði við framkvæmdina og felur hafnastjóra og sviðstjóra að vinna frekar að málinu.

2.Leiga verbúða

Málsnúmer 201201045Vakta málsnúmer

Á 36. fundi hafnastjórnar, 15.02.2013, var samþykkt að skoða hvort unnt væri að stofna sérstakt félag um verbúðirnar. Hafnastjóri greindi frá athugunum sínum á því, en hægt er að stofna sérstakt félag ef það þykir ákjósanlegur kostur. Hinsvegar eru t.d. verbúðir við Reykjavíkurhöfn í eigu og rekstri Faxaflóahafna og hefur það ekki hamlað breytinu á starfsemi þar.
Hafnastjóra og yfirhafnaverði er falið að taka saman upplýsingar um verðbúðirnar og kynna þær á næsta fundi ráðsins.

3.Framtíðarstaðsetning við Dalvíkurhöfn

Málsnúmer 201302052Vakta málsnúmer

Á 36. fundi hafnastjórnar var farið yfir erindi frá Frey Antonssyni, Arctic sea tours ehf. varðandi framtíðarstaðsetningu fyrirtækis hans í Dalvíkurhöfn. Freyr var á fundinum og fór yfir áætlanir sínar.
Fyrir fundinum liggur nýtt erindi frá Frey dagsett 28.04.2013 þar sem fram kemur að Arctic sea tours í samvinnu við Bátaferðir verða með tvo báta í hvalaskoðun frá Dalvík í sumar, Draum og ný keyptan 50 tn. eikarbát. Í erindinu er fjallað um aðstöðu í höfninni í sumar og þeir kostir sem í stöðunni eru listaðir upp.
Hafnastjóra og yfirhafanaverði falið að ræða við umsækjanda og leysa aðstöðumál fyrirtækisins í sumar í samræmi við umræður á fundinum.

4.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2012

Málsnúmer 201304017Vakta málsnúmer

Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2012 liggur nú fyrir og er fyrri umræðu í sveitarstjórn lokið. Afkoma veitna og hafnasjóðs var kynnt fyrir ráðinu. Hitaveita skilar afgangi uppá tæplega 23 m kr. HSD skilar afgangi uppá rúmlega 23 m kr. Vatnsveita er með afgang uppá tæpa milljón og fráveita er með halla uppá ríflega 6 m kr.
Lagt fram til kynningar.

5.Fráveita dælustöð suður

Málsnúmer 201304092Vakta málsnúmer

Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár var gert ráð fyrir kaupum á dælum og breytingum á búnaði. Nú hafa verið skoðaðar hugmyndir að breyta dælustöðinni þannig að dælurnar verði afkastameiri og steyptur brunnur fyrir þær. Kostnaður verður meiri ef farið verður þessi leið en ávinningurinn er meira rekstraröryggi stöðvarinnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Vatnsveita Dalvíkurbyggðar,framkvæmdir ársins 2013

Málsnúmer 201304093Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tilboð frá birgjum í efni til þeirra framkvæmda sem verða í sumar. Sviðstjóri leggur til að gengið verði að tilboði frá Set hf.
Veitu- og hafnaráð samþykkir tillögu sviðstjóra.

7.Gjaldskrár

Málsnúmer 201304094Vakta málsnúmer

Á 36. fundi hafnastjórnar var fjallað um gjaldskrá og fór yfirhafnavörður m.a. yfir fyrirkomulag á vatnssölu til báta og í verðbúðir. Ákvörðun var frestað.
Fyrir fundinum liggur tillaga um:
a) að sett verði á fast árlegt gjald vegna vatnssölu í verbúðir.
b) að vatnssala til báta að 30 bt. verði innifalin í viðlegugjaldi.
Veitu- og hafnarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á gjaldskrá og að þær gildi fyrir árið 2013:a) að sett verði á fast árlegt gjald vegna vatnssölu í verbúðir sem verði kr 2.000,-b) að vatnssala til báta að 30 bt. verði innifalin í viðlegugjaldi og bryggjugjöld smábáta að 30 bt. hækki á móti um kr. 300,-.

8.Uppsögn á bakvaktarsamningi

Málsnúmer 201304095Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 17. apríl 2013 segir, Baldur Árni Beck Friðleifsson verkstjóri veitna, upp bakvaktarsamningi við Veitur Dalvíkurbyggðar. Fram kemur í bréfinu að Baldur óskar eftir því að uppsögnin taki gildi frá og með 1. júní n.k.
Ráðið samþykkir að veita sviðstjóri heimild til að leysa málið í samræmi við umræður á fundinum.

9.Önnur mál 2013

Málsnúmer 201302027Vakta málsnúmer

Á 36. fundi hafnastjórnar var m.a. fjallað um fyrirhugaðan fund um atvinnutækifæri tengd höfnum, en fundurinn er á vegum atvinnumálanefndar í samstarfi við veitu- og hafnaráð.
Fram kom að búið er að fresta fundinum til hausts.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Nefndarmenn
  • Berglind Björk Stefánsdóttir Formaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Fundargerð ritaði: Svanfríður Inga Jónasdóttir Hafnastjóri