Önnur mál 2013

Málsnúmer 201302027

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 36. fundur - 15.02.2013

Freyr kemur aftur á fundinn.
a) Yfirhafnavörður hefur bent á að taka þurfi ákvörðun um afgreiðslutíma hafnarinnar vegna strandveiða. Sl. sumar var opnunartími frá maí til og með ágúst, mánudaga til fimmtudags frá kl. 8 - 19. Hefðbundinn opnunartími var á föstudögum.
b) Yfirhafnavörður óskar eftir að ráða afleysingu við hafnirnar frá maí til ágústloka.


a) Hafnastjórn samþykkir að opnunartími hafnar verði frá maí þar til strandveiði lýkur og frá kl. 8 - 19 virka daga nema föstudaga þegar opnunartími verður hefðbundinn.

b) Hafnastjórn samþykkir ráðningu á afleysingarmanni frá maí til loka ágúst.

c) Hafnastjórn óskar eftir að fá nánari upplýsingar um botn Dalvíkurhafnar, einkum framan við Martröð á milli Ísstöðvar og ferjubryggju.

d) Rætt var um umgengni á hafnarsvæðinu og mikilvægi þess að svæðið verið hreinsað.

e) Gerð var grein fyrir erfiðleikum með báta á Árskógsströnd í ákveðnum veðrum. Hugmyndum velt upp um lausn fyrir bátana þegar gerir vitlaust veður um skamman tíma.

Veitu- og hafnaráð - 2. fundur - 30.04.2013

Á 36. fundi hafnastjórnar var m.a. fjallað um fyrirhugaðan fund um atvinnutækifæri tengd höfnum, en fundurinn er á vegum atvinnumálanefndar í samstarfi við veitu- og hafnaráð.
Fram kom að búið er að fresta fundinum til hausts.