Gjaldskrár

Málsnúmer 201304094

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 2. fundur - 30.04.2013

Á 36. fundi hafnastjórnar var fjallað um gjaldskrá og fór yfirhafnavörður m.a. yfir fyrirkomulag á vatnssölu til báta og í verðbúðir. Ákvörðun var frestað.
Fyrir fundinum liggur tillaga um:
a) að sett verði á fast árlegt gjald vegna vatnssölu í verbúðir.
b) að vatnssala til báta að 30 bt. verði innifalin í viðlegugjaldi.
Veitu- og hafnarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á gjaldskrá og að þær gildi fyrir árið 2013:a) að sett verði á fast árlegt gjald vegna vatnssölu í verbúðir sem verði kr 2.000,-b) að vatnssala til báta að 30 bt. verði innifalin í viðlegugjaldi og bryggjugjöld smábáta að 30 bt. hækki á móti um kr. 300,-.

Veitu- og hafnaráð - 5. fundur - 23.09.2013

Teknar voru fyrir gjaldskrár hafnasjóðs, verbúða, hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að hækkunum á gjaldskrám sem heyra undir ráðið og munu þær verða lagðar fyrir næsta fund ráðsins til staðfestingar.