Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer
Á 918. fundi byggðaráðs þann 12. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, ósk um viðauka vegna stofnunar eigna- og framkvæmdadeildar.
a) Óskað er eftir launaviðauka, deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 5.542.920 vegna tveggja nýrra starfa september - desember 2019, samkvæmt framlögðum útreikningi frá launafulltrúa. Óskað er eftir því að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka nr. 27/2019, launaviðauka, deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 5.542.920 vegna tveggja nýrra starfa september - desember 2019, samkvæmt framlögðum útreikningi frá launafulltrúa og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Guðmundur St. Jónsson situr hjá.
b) Óskað er eftir viðauka við deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 1.911.119, vegna standsetningar skrifstofuaðstöðu í áhaldahúsi, búnaðar og tækja. Viðaukabeiðnin skiptist á lykla þannig: Lykill 2810, búnaður, kr. 1.661.119 og lykill 4610, viðhald fasteignar, kr. 250.000. Óskað er eftir því að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka nr. 28/2019 við deild 09510, eigna- og framkvæmdadeild, að fjárhæð kr. 1.911.119, vegna standsetningar skrifstofuaðstöðu í áhaldahúsi, búnaðar og tækja. Viðaukabeiðnin skiptist á lykla þannig: Lykill 2810, búnaður, kr. 1.661.119 og lykill 4610, viðhald fasteignar, kr. 250.000. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Guðmundur St. Jónsson situr hjá."
Enginn tók til máls.