Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.
Á 259. fundi fræðsluráðs þann 14. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri leikskólans á Krílakoti, lögðu fram skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla. Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Krílakots. Fræðsluráð vísar málinu til umfjöllunar í Byggðaráði og til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum tillögum að skóladagatali.
Gísli vék af fundi kl. 13:35.