Fræðsluráð

259. fundur 14. apríl 2021 kl. 08:00 - 09:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fjarfundinn: Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, María Jónsdóttir, fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Linda Geirdal, áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Margrét Eiríksdóttir, áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla og Erla Hrönn Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra á leikskólanum Krílakoti, Hjördís Jóna Bóasdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla og Gréta Arngrímsdóttir, fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla.

Dagbjört Sigurpálsdóttir, Felix Rafn Felixson og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir sátu einnig í fjarfundi.

1.Áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir.

Málsnúmer 202103110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Bændasamtökum Íslands dags. 16. mars 2021
Lagt fram til kynningar

2.Skóladagatöl skólanna 2021 - 2022

Málsnúmer 202102023Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri leikskólans á Krílakoti, lögðu fram skóladagatöl skólanna fyrir skólaárið 2021 - 2022
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Dalvíkurskóla
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Krílakots

Fræðsluráð vísar málinu til umfjöllunar í Byggðaráði og til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar

3.Endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201908050Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu á vinnu við endurskoðun á Skólastefnu/Menntastefnu Dalvíkurbyggðar
Lagt fram til kynningar

4.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04
Lagt fram til kynningar

5.Umsókn í Sprotasjóð

Málsnúmer 202102031Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, kynnti fyrir fræðsluráði verkefni sem sótt var um í Sprotasjóð og upplýsti einnig um styrk sem fékkst upp í verkefnið
Lagt fram til kynningar

6.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Stjórnendur leik - og grunnskóla fóru yfir stöðu á starfsmannahaldi fyrir skólaárið 2021 - 2022
Lagt fram til kynningar

7.Ytra mat í Árskógarskóla

Málsnúmer 201905165Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, upplýsti fræðsluráð um stöðu mála á ytra mati á grunnskólahluta Árskógarskóla
Lagt fram til kynningar

8.Niðurstöður úr Olweusarkönnun - eineltiskönnun

Málsnúmer 202005030Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöðu á eineltiskönnun sem er lögð fyrir 5. - 10. bekk í Dalvíkurskóla
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:40.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs