Fræðsluráð

256. fundur 10. febrúar 2021 kl. 08:00 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fundinn: Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, María Jónsdóttir, fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Linda Geirdal, áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Margrét Eiríksdóttir, áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla og Erla Hrönn Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra á leikskólanum Krílakoti, Hjördís Jóna Bóasdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla.

1.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04
Lagt fram til kynningar.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri kom inn á fundinn kl. 08:10

2.Endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201908050Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála varðandi vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóladagatöl skólanna 2021 - 2022

Málsnúmer 202102023Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir fyrstu drög að skóladagatali skólanna fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Umræður um skóladagatöl. Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs og stjórnendum skólanna að halda áfram vinnu við þau samkvæmt umræðum á fundinum.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri fór af fundi kl. 08:55

4.Til umsagnar frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.

Málsnúmer 202012059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir frumvarp til laga um Barna - og fjölskyldustofu, 355. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Til umsagnar frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.

Málsnúmer 202012058Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu áherslur í frumvarpi sem munu koma inn á starfsemi í leik - og grunnskóla.
Fræðsluráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, mál nr. 354.

6.Umsókn í Sprotasjóð

Málsnúmer 202102031Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason upplýsti fræðsluráð Dalvíkurbyggðar um umsókn í Sprotasjóð fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Lagt fram til kynningar.

7.Opnun umsókna í Endurmenntunarsjóð grunnskóla 2021

Málsnúmer 202102030Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason upplýsti fræðsluráð Dalvíkurbyggðar um fyrirhugaða umsókn í Endurmenntunarsjóð grunnskóla 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Ósk um framlengingu á verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201911111Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Blágrýti ehf. dags. 04. febrúar 2021. Ósk um framlengingu á verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða með fimm greiddum atkvæðum að framlengja samning við Blágrýti um annað ár samkvæmt verksamningi.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202102029Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs