Ósk um framlengingu á verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 201911111

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 244. fundur - 18.12.2019

Blágrýti sf. óskar eftir framlengingu á verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla. Bréf dags. 3. desember 2019.
Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar samþykkir með fjórum atkvæðum framlengingu á verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla í eitt ár til loka skólaárs 2020 - 2021. Sviðsstjóra fræðslu - og menningarmála falið að ganga frá samningi þar sem að samningur frá 2017 - 2020 er hafður til grundvallar.

Fræðsluráð - 256. fundur - 10.02.2021

Tekið fyrir bréf frá Blágrýti ehf. dags. 04. febrúar 2021. Ósk um framlengingu á verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða með fimm greiddum atkvæðum að framlengja samning við Blágrýti um annað ár samkvæmt verksamningi.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Jón Ingi Sveinsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:40.


Á 256. fundi fræðsluráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Blágrýti ehf. dags. 04. febrúar 2021. Ósk um framlengingu á verksamningi um hádegisverð fyrir Árskógar - og Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða með fimm greiddum atkvæðum að framlengja samning við Blágrýti um annað ár samkvæmt verksamningi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og framlengingu á samningi við Blágrýti um hádegisverð fyrir Árskógarskóla og Dalvíkurskóla um eitt ár samkvæmt ákvæðum í verksamningi.