Mannréttindastefnan

Málsnúmer 1206035

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 160. fundur - 19.06.2012

Starfshópur sem vann að mannréttindarstefnu lagði fram fyrstu drög að stefnunni.
Lagt fram til kynningar

Félagsmálaráð - 166. fundur - 15.01.2013

Félagsmálastjóri
Frestað til næstu fundar

Félagsmálaráð - 178. fundur - 12.05.2014

Félagsmálastjóri fór yfir vinnu vinnuhóps sem var að vinna drög að nýrri mannréttindastefnu sveitarfélagsins
Félagsmálaráð felur vinnuhópnum að vinna áfram að frágangi mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar og leggja málið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Félagsmálaráð - 195. fundur - 12.01.2016

Félagsmálastjóri fór yfir hvar vinnan er stödd með Mannréttindastefnuna og leggur til að þær sem eftir eru í starfshópnum sem skipaður var á sínum tíma, Hildur Birna Jónsdóttir og Þórhalla Karlsdóttir, haldi áfram þeirri vinnu.
Félagsmálaráð samþykkir að Hildur og Þórhalla haldi áfram vinnunni og verði komin með ný drög á næsta fund ráðsins.

Félagsmálaráð - 196. fundur - 09.02.2016

Félagsmálastjóri lagði fram drög að endurnýjaðri Mannréttindastefnu.
Frestað til næsta fundar

Félagsmálaráð - 197. fundur - 08.03.2016

Félagsmálastjóri lagði fram drög af Mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar en þessu erindi var frestað frá síðasta fundi félagsmálráðs þann 9. febrúar.
Starfsmönnum félagsþjónustu falið að endurskoða drögin út frá samræðum á fundi.

Félagsmálaráð - 198. fundur - 12.04.2016

Félagsmálastjóri lagði fram ný drög að mannréttindarstefnu og aðgerðaráætlun fyrir árin 2014-2018.
Félagsmálaráð samþykkir mannréttindastefnuna og aðgerðaráætlunina eins og hún liggur fyrir. Mannréttindarstefnunni og aðgerðaráætlun er vísað áfram til sveitarstjórnar til samþykktar.