Félagsmálaráð

183. fundur 25. nóvember 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir Formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Viktor Már Jónasson Aðalmaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Steinunn Jóhannsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs
Dagskrá
Friðjón Sigurvinsson boðaði forföll en varamaður hans Steinunn Jóhannsdóttir mætti í hans stað.

Viktor vék af fundi yfir trúnaðarmáli 201411100 frá kl. 8:35 - 8:50

1.Frávikagreining félagsmálasviðs 2014

Málsnúmer 201411105Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201411106Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201411106
Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201411107Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201411107
Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201411109Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201411109
Bókað í trúnaðarmálabók

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201411101Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál-201411001
Bókað í trúnaðarmálabók

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201411100Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál-20141110
Bókað í trúnaðarmálabók

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201411075Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201411075
Bókað í trúnaðarmálabók

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201411045Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201411045
Bókað í trúnaðarmálabók

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201410314Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201410314
Bókað í trúnaðarmálabók

10.Jólaaðstoð 2014

Málsnúmer 201411108Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir útreikninga á jólaaðstoð til handa einstaklingum í sveitarfélaginu sem hafa tekjur á viðmiðunarkvarða fjárhagsaðstoðar.
Félagsmálaráð samþykkir óbreyttar úthlutunarreglur frá 174. fundi félagsmálaráðs árið 2013 með vísitöluhækkun á grunnkvarðanum.

11.Ályktun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga

Málsnúmer 201411078Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf dags. 14. nóvember 2014 frá nefndarsviði Alþingis, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð fagnar þingsályktunartillögunni og að verið sé að leggja áherslu á geðheilbrigðisþjónustu við börn.

12.Mannréttindastefnan

Málsnúmer 1206035Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar

13.Aðgerðaráætlun í málefnum fatlaðra

Málsnúmer 201403124Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar

14.Forvarnarstefna

Málsnúmer 201112012Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar

15.Jólaaðstoð - Samstarf Mæðrastyksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð

Málsnúmer 201411094Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf dags. 15.nóvember 2014 vegna samstarfs Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð. Í bréfinu kemur fram að um þessar mundir séu að hefjast fjáröflun vegna jólaaðstoðar eins og undanfarin ár. Samstarfið hjá ofantöldum aðilum hefur gengið mjög vel og hafa félögin ákveðið áframhaldandi samstarfi. Söfnunarfé er notað til kaupa á gjafakortum til handa einstaklingum á Eyjafjarðarsvæðinu sem eru illa staddir fjárhagslega. Samtals fengu 300 fjölskyldur aðstoð í fyrra. Óskað er eftir fjárstyrk frá sveitarfélaginu í þetta samstarf. Undanfarin ár hefur félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar átt gott samstarf við fyrrgreinda nefnd vegna jólaaðstoðar við einstaklinga í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð samþykkir að leggja til kr. 100.000 til samstarfsins. Tekið af lið 02-80-9145

16.Fundargerðir þjónustuhóps Róta, Byggðarsamlags

Málsnúmer 201410285Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar

17.Bréf til fulltrúa sveitarfélaga sem fara með jafnréttismál

Málsnúmer 201411103Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar

18.Ályktun Þroskahjálpar

Málsnúmer 201411102Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram ályktun frá Þroskahjálp dags. 23.10.2014. Ályktunin er eftirfarandi: "Landssamtökin Þroskahjálp fagna því að Stígamót hafa nýverið ráðið sérmenntaðan starfsmann til að sinna fötluðu fólki sem orðið hefur fyrir ofbeldi. Samtökin benda á þá staðreynd að fatlað fólk, bæði fullorðnir og börn, eru því miður frekar útsett fyrir ofbeldi en aðrir. Því ættu aðrar stofnanir samfélagsins sem vinna að slíkum málum að taka sér Stígamót til fyrirmyndar og efla sérþekkingu sína hvað varðar fatlanir og fatlað fólk".
Lagt fram til kynningar.

19.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2015 frá Kvennaathvarfinu

Málsnúmer 201411099Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf dags. október 2014 frá Kvennaathvarfinu þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir komandi starfsár að upphæð 350.000,-. Markmið athvarfsins er að vera skjól fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis annars heimilismanns. Auk þess er boðið upp á stuðningsviðtöl fyrir konur sem ekki dveljast í athvarfinu og þeim veitt aðstoð við að ráða fram úr málum sínum.
Félagsmálaráð samþykkir að greiða kr. 50.000 til Kvennaathvarfsins af lið 02-80-9145

20.Frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu

Málsnúmer 201410299Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá nefndarsviði Alþingis dags. 24. október 2014 þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög), 257. mál. Erindinu er einnig vísað til félagsmálaráðs þann 30. október frá Byggðarráði sem samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs til skoðunar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir Formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Viktor Már Jónasson Aðalmaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Steinunn Jóhannsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs