Félagsmálaráð

196. fundur 09. febrúar 2016 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Viktor Már Jónasson Aðalmaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - greiðsla reiknings

Málsnúmer 201602063Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201602063
Bókað í trúnaðarmál

2.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 201510068Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram framkvæmdaáætlun v. jafnréttismála sem farið var yfir á fundi félagsmálaráðs í nóvember 2015 með viðbættum athugasemdum og hugmyndum frá nefndarmönnum félagsmálaráðs.
Félagsmálaráð samþykkir framkvæmdaáætlunina og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn.

3.Rauntímaskráning heimaþjónustu - Curron

Málsnúmer 201602025Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti fyrir nefndarmönnum fund er starfsmenn félagsþjónustu áttu með forsvarsmönnum fyrirtækisins Curron sem býður upp á rauntímaskráningu heimaþjónustu.
Lagt fram til kynningar og ákveðið að bíða með frekari kynningu/kaup á kerfinu þar til einhver reynsla er komin á kerfið hjá þeim sveitarfélögum sem hafa keypt sér aðgang.

4.Úrskurðarnefnd velferðarmála

Málsnúmer 201602024Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi oslenskra sveitarfélaga dags. 21.01.2016 um breytingu á úrskurðar- og kærunefnd sem starfað hafa á málefnasviði velferðarráðuneytisins og voru sameinaðar í eina nefnd sem ber heitið Úrskurðarnefnd velferðarmála. Þær stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru innan félagsþjónustu sveitarfélaga, og áður voru kæranlegar til úrskurðarnenfdar félagsþjónustu og húsnæðismála, munu héðan í frá koma til kasta úrskurðarnefndar velferðarmála. Kærufrestur til nefndarinnar er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.
Lagt fram til kynningar.

5.Drög að reglugerðum um kröfur til búsetuþjónustu og kröfur til húsnæðis í málaflokki fatlaðs fólks

Málsnúmer 201602023Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 22.01.2016 um drög að tveimur reglugerðum um kröfur til búsetuþjónustu og kröfur um húsnæðis í málaflokki fatlaðs fólks.
Frestað til næsta fundar

6.Atvinnumál fatlaðs fólks

Málsnúmer 201602022Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26.01.2016 til upplýsinga um stöðuna á yfirfærslu atvinnumála fatlaðs fólks til ríkisins. Vinnumálastofnun vinnur nú að því að taka við atvinnumálum fatlaðs fólks frá sveitarfélögum samkvæmt samkomulagi þar um. Eitt af fyrstu skrefunum er að eiga samtal og samráð við fulltrúa þjónustusvæða málefna fatlaðs fólks og félagsmálastjóra í landinu um verkefnin sem Vinnumálastofnun er að taka við. Samkomulagið felur m.a. í sér að Vinnumálastofnun og sveitarfélög muni deila með sér ábyrgð á verkefninu þar sem sveitarfélögin reka áfram vinnu- og hæfingarstöðvar. Fyrirhugað samtal félagsþjónustu og Vinnumálastofnunar er í næstu viku.
Frestað til næsta fundar þar sem frekari upplýsingar liggja þá fyrir eftir fund félagsþjónustu og Vinnumálastofnunar.

7.Félagsþjónustuskýrsla 2015

Málsnúmer 201602021Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Hagstofu Íslands dags. 03.02.2016 þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins, heimilisþjónustu og dagmæður. Hagstofa Íslands sér um söfnun og vinnslu upplýsinga um félagsþjónustur sveitarfélaga með vísun til 1. mgr.5.gr.og 1. mgr.7.gr. laga um Hagstofu Íslands og opinberra hagskýrslugerðar nr. 163/2007. Upplýsingar eru notaðar til að birta tölfræði um félagsþjónustu sveitarfélaganna í landinu.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að klára skýrslurnar.

8.Breyting á lögræðislögum

Málsnúmer 201601091Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram rafbréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 23.nóvember 2015. Gerðar voru breytingar á lögræðislögum nr 78/1997 sem tóku gildi þann 1.janúar 2016.
Lagt fram til kynningar

9.Mannréttindastefnan

Málsnúmer 1206035Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram drög að endurnýjaðri Mannréttindastefnu.
Frestað til næsta fundar

10.Hækkun á framfærslukvarða 2016

Málsnúmer 201602058Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram tillögu að hækkun á framfærslukvarða fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2016.
Félagsmálaráð samþykkir hækkun á framfærslukvarða um 3% og vísar erindinu til sveitastjórnar til afgreiðslu.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201602042Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 20160242
Bókað í trúnaðarmálabók

12.Trúnaðarmál- 196 fundur

Málsnúmer 201602043Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók

13.Trúnaðarmál feb 2016

Málsnúmer 201602056Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201602057Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók

15.Trúnaðarmál feb 2016

Málsnúmer 201602060Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók
Friðjón Árni Sigurvinsson vék af fundi kl 8:45 vegna vanhæfis

16.Trúnaðarmál - staðan í dag

Málsnúmer 201602047Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201602046
Bókað í trúnaðarmálabók

17.Trúnaðarmál - fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201602046Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201602046
Bókað í trúnaðarmálabók

18.Trúnaðarmál - Fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201602044Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201602044
Bókað í trúnaðarmálabók

19.Trúnaðarmál - fjáhagsaðstoð

Málsnúmer 201602045Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201602045
Bókað í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Viktor Már Jónasson Aðalmaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi