Málsnúmer 201602024Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi oslenskra sveitarfélaga dags. 21.01.2016 um breytingu á úrskurðar- og kærunefnd sem starfað hafa á málefnasviði velferðarráðuneytisins og voru sameinaðar í eina nefnd sem ber heitið Úrskurðarnefnd velferðarmála. Þær stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru innan félagsþjónustu sveitarfélaga, og áður voru kæranlegar til úrskurðarnenfdar félagsþjónustu og húsnæðismála, munu héðan í frá koma til kasta úrskurðarnefndar velferðarmála. Kærufrestur til nefndarinnar er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.