Félagsmálaráð

166. fundur 15. janúar 2013 kl. 08:15 - 10:00 stóra fundaherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Rósa Ragúels vék af fundi kl. 9:50 og var ekki í afgreiðslu mála nr. 7,8,9,10

1.Trúnaðarmálabók - fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201111050Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál skráð í Trúnaðarmálabók.
Skráð í Trúnaðarmálabók

2.Mokstur hjá fötluðum, öryrkjum og ellilífeyrisþegum

Málsnúmer 201301024Vakta málsnúmer

Fjölmargir hafa haft samband og óskað eftir því að mokað yrði fyrir þá vegna þess að þeir hafi ekki getu til þess. Um er að ræða fatlaða, öryrkja og ellilífeyrisþega. Félagsmálastjóri er búinn að kynna sér hvernig þessu er háttað í öðrum sveitarfélögum. Önnur sveitarfélög í kringum okkur eru ekki að sinna þessum mokstri fyrir einstaklinga. Einstaklingar þurfa sjálfir að kaupa sér þann mokstur.
Félagsmálaráð samþykkir að ekki verður hægt að verða við beiðnum um mokstur heimreiða, bílaplana og gangstíga frá götu að útidyrahurðum.

3.Framfærslukvarði fjárhagsaðstoðar

Málsnúmer 201301023Vakta málsnúmer

Upphæðir fjárhagsaðstoðarinnar eru nú fyrir einstakling 128.628,- og hjón 205.805,- krónur. Liðir voru hækkaðir um 4.5% á milli ára við gerð fjárhagsáætlunar og samkvæmt þeirri hækkun á fjáhagsaðstoð yrðu upphæðirnar;
fyrir einstaklinga: 134.416
fyrir hjón: 215.066
sameiginlegt heimilishald: 80.650
neyðaraðstoð: 33.604
Félagsmálaráð samþykkir þessa hækkun.

4.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014

Málsnúmer 201208047Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram útdrátt úr framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 um verksvið sveitarfélagsins í þessari áætlun. Sveitarfélagið skal viðhafa aðgerðir hvað varðar
A. aðgengismál í sveitarfélaginu,
C. Hluti hvað varðar félagslegar vernd/sjálfstætt líf
G. Menntun, hvað varðar samfellu milli skólastiga
H. Þátttöku í félagslífi barna og ungmenna
Félagsmálaráð vísar útdrættinum til bæjarráðs til kynningar.

5.Fundur um jafnrétti og bann við mismunun

Málsnúmer 201301026Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram tölvubréf frá 7. janúar 2013 um að Mannréttindaskrifstofa Íslands og Jafnréttisstofa bjóði upp á fræðslu um jafnrétti og tilskipanir ESB um bann við mismunun. Markmið fundarins er að kynna meginreglur tilskipanna og skýra hugtakið mismunun. Einnig verður fjallað um fjölþætta mismunun. Vefkefnið er fjármagnað af félags- og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins og er ráðinu að kostnaðarlausu.
Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að óska eftir fræðslufundi um jafnrétti og tilskipanir ESB um bann við mismunun.

6.Drög að reglum um heimilisþjónustu

Málsnúmer 201301034Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram drög að nýjum reglum um heimilisþjónustu Dalvíkurbyggðar.
Félagsmálaráð samþykkir reglurnar og samþykkir einnig að gerð verði gjaldskrá varðandi akstur samkvæmt umræðum á fundinum.

7.Félagslega íbúðakerfið - fjöldi o.fl.

Málsnúmer 201301033Vakta málsnúmer

Kynningu á félagslegu íbúðakerfinu var frestað til næsta fundar.
Frestað til næsta fundar.

8.Forvarnarstefna - drög

Málsnúmer 201112012Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

9.Vinnusamningar - AMS

Málsnúmer 201301022Vakta málsnúmer

Huga þarf að vinnusamningum fyrir einstaklinga í samfélaginu bæði núna og svo í sumar. Núna bíður einn og jafnvel tveir einstaklingar eftir að komast á slíka samninga. Einnig er hægt að gera vinnusamninga við þá sem eru atvinnulausir og eiga ekki rétt á eða eru búnir með bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun.
Félagsmálaráð vísar erindinu til bæjarráðs og óskar eftir að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir.

10.Mannréttindastefnan

Málsnúmer 1206035Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri
Frestað til næstu fundar

11.Fundargerðir þjónustuhóps lok árs 2012

Málsnúmer 201301044Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram fundargerðir þjónustuhóps í málefnum fatlaðra frá september til desember 2012.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi