Lagt var fram bréf frá Velferðarráðuneytinu.
Þann 11. júní síðastliðinn samþykkti Alþingi tillögu velferðarráðherra um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014. Áætlunina má nálgast á vef Alþingis.
Velferðarráðherra ber ábyrgð á framkvæmdaáætluninni í heild sinni en í henni eru tilgreind 43 verkefni þar sem ábyrgðaraðilar fyrir framkvæmd hvers og eins eru skilgreindir. Ráðuneytið sjálft er ábyrgt fyrir framkvæmd margra verkefna en í öðrum koma ábyrgðaraðilar úr röðum annarra ráðuneyta eða stofnana.
Fimm verkefni er tilgreind á ábyrgðarsviði sveitarfélaga en þau eru:
Manngert umhverfi, nr. A1 en markmið verkefnisins er að tryggja öllum jafnt aðgengi að manngerðu umhverfi.
Almenningssamgöngur, nr. A2 þar sem markmiðið er að allir geti notað almenningssamgöngur.
Upplýsingar, nr. A5 og er markmiðið með því verkefni að allt fatlað fólk hafi óhindraðan aðgang að upplýsingum um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er.
Félagslíf fatlaðra barna og ungmenna, nr. H4 en því verkefni er ætlað að rjúfa félagslega einangrun fatlaðra barna og ungmenna.
Samfella milli skólastiga, nr. G1 en markmiðið með verkefninu er að auka samstarf félagsþjónustu og skólakerfis við að samþætta þjónustu og nám fatlaðra nemenda og tryggja að samþættingin fylgi nemendum allan námsferilinn.
Með þessu bréfi vill velferðarráðuneytið vekja athygli sveitarfélaga á áætluninni og þeim verkefnum sem sveitarfélögum er falið að hafa umsjón með