Málsnúmer 201408020Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði 704 fundi dags. 21.08.2014 þar sem byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindi frá Alþingi, 100 ára kosningarréttur kvenna, erindi frá afmælisnefnd til félagsmálráðs ásamt öðrum ráðum. Erindi þetta barst sveitarfélaginu 12. ágúst frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttir framkvæmdastjóra 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Sveitarfélög á landsvísu eru hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár. Óskað er eftir áformum sveitarfélagsins sem yrði kynnt á heimasíðu afmælisnefndarinnar í haust.