Félagsmálaráð

168. fundur 09. apríl 2013 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín, Þroskaþjálfi
Dagskrá
Arnheiður Hallgrímsdóttir, starfsmaður félagsþjónustu kemur á fundinn undir 1. lið.
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi kemur á fundinn undir 2. lið

Rósa Ragúels boðaði forföll og varamaður hennar var fjarverandi

1.Félagslega íbúðakerfið - fjöldi o.fl.

Málsnúmer 201301033Vakta málsnúmer

Arnheiður Hallgrímsdóttir, starfsmaður félagsmála-sviðs Dalvíkurbyggðar kom á fundinn undir þessum lið og kynnti fyrir nefndarmönnum stöðuna á félagslegum íbúðum, húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur. Fram kom í máli Arnheiðar að sveitarfélagið á 33 íbúðir, allar í útleigu.
Félagsmálaráð leggur til að sérstakar húsaleigubætur verði frekar auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins.  

2.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014

Málsnúmer 201208047Vakta málsnúmer

Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar kom á fundinn undir þessum lið og kynnti fyrir nefndarmönnum heimasíðu sveitarfélagsins með tilliti til þarfa sjóndapra, fatlaðra o.s.frv.
Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með þessa nýbreytni á heimasíðu sveitarfélagsins.

3.Trúnaðarmálabók.

Málsnúmer 201111050Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Forvarnarstefna - drög

Málsnúmer 201112012Vakta málsnúmer

Marinó formaður starfshóps Forvarnarstefnunnar kynnti lauslega hugmyndir hópsins um forvarnarstefnuna.  Ákveðið var að boða til aukafundar um stefnuna mánudaginn 22. apríl kl. 16:15 

5.Ráðstefna í Háskólanum á Akureyri; Zonta segir nei: stöðvum ofbeldi gegn konum

Málsnúmer 201304010Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Jafnréttisstofu um ráðstefnu sem ber yfirskriftina Zonta segir nei: Stöðvum ofbeldi gegn konum. Námskeiðið verður haldið 19. apríl næstkomandi í Háskólanum á Akureyri
Heiða Hilmarsdóttir mun sækja ráðstefnuna

6.Félagsþjónustuskýrslan 2012

Málsnúmer 201304011Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti Hagstofuskýrslu Félagsþjónustunnar fyrir árið 2012
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín, Þroskaþjálfi