Málsnúmer 201604048Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri leggur fram tölvupóst dags. 16. mars 2016 frá Hjólasöfnun Barnaheilla. Þar kemur fram að Barnaheill - Save the Children á Íslandi hefji von bráðar hjólasöfnun sína í fimmta sinn. Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól til þess að þau megi eflast félagslega sem heilsufarslega, jafnt líkamlega sem andlega, og ekki síst svo þau geti með auknum hætti verið þátttakendur í samfélagi barna. Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól í söfnunina. Hjólasöfnunin stendur til loka aprílmánaðar. Barnaheill vill nú bjóða öllum sveitarfélögum landsins að taka þátt í verkefninu og fá send til sín umsóknareyðublöð og gera þannig skjólstæðingum allra sveitarfélaga kleift að sækja um hjól úr söfnuninni.
Viktor Már Jónasson vék af fundi kl 10:16 vegna annarra starfa.