Farið var yfir tillögur frá vinnuhópi sem í sitja fulltrúi félagsþjónustu, fræðslusviðs, heilsugæslu og grunnskólans á Dalvík um forvarnarfræðslu fyrir síðustu mánuði ársins 2017 og ársins 2018. Lagt er til að fá fræðslu fyrir unglinga og foreldra þeirra; um rafsígarettur, mikilvægi þess að setja börnum mörk, sjálfsstyrkingu fyrir stelpur og stráka, sjálfsvirðingu. Félagsmálastjóri ætlaði að vera í samvinnu við leikskólana um forvarnarfræðslu í leikskólum og búið er að óska eftir fundi með stjórn félags eldri borgara um forvarnir í þeirra hópi.
Einnig var farið yfir forvarnaráætlun Dalvíkurbyggðar og rætt um fund með samstarfsaðilum.