Forvarnir

Málsnúmer 201604057

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 198. fundur - 12.04.2016

Félagsmálastjóri greindi frá því að fíkniefnalögreglan á Akureyri hefur samþykkt að bjóða upp á fræðsluerindi í Dalvíkurbyggð miðvikudaginn 27.apríl 2016. Fyrirlesturinn mun verða öllum opinn, sérstaklega höfðað til foreldra.
Félagsmálaráð fagnar því að þessi fræðsla sé komin á dagskrá og hvetur bæjarbúa til að mæta og fræðast um þessi mál enda sé hér um alvarlegt mál að ræða. Kostnaður vegna fræðsluerindis er tekinn af lið 02-32.

Félagsmálaráð - 212. fundur - 14.11.2017

Farið var yfir tillögur frá vinnuhópi sem í sitja fulltrúi félagsþjónustu, fræðslusviðs, heilsugæslu og grunnskólans á Dalvík um forvarnarfræðslu fyrir síðustu mánuði ársins 2017 og ársins 2018. Lagt er til að fá fræðslu fyrir unglinga og foreldra þeirra; um rafsígarettur, mikilvægi þess að setja börnum mörk, sjálfsstyrkingu fyrir stelpur og stráka, sjálfsvirðingu. Félagsmálastjóri ætlaði að vera í samvinnu við leikskólana um forvarnarfræðslu í leikskólum og búið er að óska eftir fundi með stjórn félags eldri borgara um forvarnir í þeirra hópi.
Einnig var farið yfir forvarnaráætlun Dalvíkurbyggðar og rætt um fund með samstarfsaðilum.
Félagsmálaráð samþykkir hugmyndir vinnuhópsins um forvarnir fyrir árið 2017-2018 og fagnar þessari samvinnu sviðanna. Félagsmálaráð leggur til að formönnum félaga í Dalvíkurbyggð verði sent bréf í stað þess að boða til fundar þar sem minnt er á mikilvægi forvarna hjá félögunum og að félögin geti sent inn hugmyndir af forvarnarverkefnum fyrir íbúa sveitarfélagsins sem og senda félagsmálaráði upplýsingar um þau forvarnarverkefni sem unnið hefur verið að innan hvers félags.