Fræðsluráð

215. fundur 12. apríl 2017 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir kennsluráðgjafi
Dagskrá
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, situr alla dagskrárliði fundarins. Gunnþór E. Gunnþórsson, skólasstjóri Árskógarskóla, situr fundinn undir liðum 1-7. Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, boðaði forföll fyrir sig og Matthildi Matthíasdóttur varamann sinn.

1.Útboð á skólaakstri 2017-2020

Málsnúmer 201704027Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólaaksturs fyrir grunnskóla Dalvíkurbyggðar frá 20. ágúst 2017 til 6. júní 2020 sem og drög að samningsformi. Útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar þriðjudaginn 25. apríl n.k. Tilboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 7. júní.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að skólaaksturinn verði boðinn út á grundvelli þeirra gagna sem fylgdu fundarboði og í samræmi við umræður á fundinum.

2.Útboð á skólamat 2017 - 2020

Málsnúmer 201704028Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólamáltíða í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla frá hausti 2017 til vors 2020 og drög að samningi þar um. Endanleg útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar þriðjudaginn 25. apríl n.k. Tilboðum skal skilað eigi síðar en miðvikudaginn 7. júní 2017.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að skólamáltíðir verði boðnar út á grundvelli þeirra gagna sem fylgdu fundarboði og í samræmi við umræður á fundinum.

3.Læsisráðgjöf Menntamálastofnunar til leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201704030Vakta málsnúmer

Menntamálastofnun býður leik- og grunnskólum ráðgjöf og stuðning er varðar læsi í leik- og grunnskólum. Áherslur skólaársins 2017-18 verða m.a. á eflingu málþroska, íslensku sem annað tungumál, fræðslu fyrir foreldra og að rýna í töluleg gögn og nýta þau til umbóta með gerð aðgerðaáætlana varðandi læsi. Umsóknir þurfa að berast stofnuninni fyrir 30. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð mælir með að nú á vordögum verði settur á stofn vinnuhópur til að ljúka gerð læsisstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Hann samanstandi af fulltrúum frá öllum skólum í Dalvíkurbyggð, fræðsluráði, bókasafni og skólaskrifstofu. Foreldrar verði umsagnaraðilar við gerð stefnunnar og óskað verði eftir leiðsögn læsisráðgjafa Menntamálastofnunar við gerð hennar. Skólastjórnendum og fræðsluskrifstofu falið að ákveða með frekari óskir um þjónustu læsisráðgjafanna.

4.Vegvísir 1, úrbótaáætlun á starfsumhverfi í grunnskólum

Málsnúmer 201704026Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á vinnu starfshóps vegna vinnumats grunnskólakennara. Þann 23. mars s.l. var könnun sem unnin var af fulltrúum sveitarfélagsins í vinnuhópi um Vegvísi 1 lögð fyrir grunnskólakennara í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla. Eftir páska munu fulltrúar sveitarfélagsins vinna greinargerð að umbótaáætlun sveitarfélagsins út frá niðurstöðum könnunarinnar og kynna hana fyrir kennurum. Umbótaáætluninni verður síðan skilað til samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara fyrir 1. júní n.k.
Lagt fram til kynningar.

5.Kennslumínútnafjöldi í list- og verkgreinum í grunnskólum

Málsnúmer 201703032Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 7. mars 2017, þar sem vísað er í Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2011 og ákvæði 5. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 um ábyrgð sveitarfélaga á skólastarfi í grunnskólum og lögð áhersla á að sveitarstjórnir sjái til þess að framvegis fái allir grunnskólanemendur þann lágmarks kennslumínútnafjölda í list- og verkgreinum sem þeim ber. Ástæða tilmælanna er að greining Hagstofu Íslands á gögnum frá síðustu þremur skólaárum leiddi í ljós að töluvert vantar upp á að svo sé almennt í landinu.







Lagt fram til kynningar. Gísli og Gunnþór gerðu grein fyrir stöðunni í sínum skólum sem er mjög nálægt uppgefnum viðmiðum.

6.Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu 2017

Málsnúmer 201609053Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti fræðsluráði hver endanleg framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna nýbúakennslu eru fyrir árið 2017.
Lagt fram til kynningar.

7.Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2017

Málsnúmer 201609054Vakta málsnúmer

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti fræðsluráði hver endanleg framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum Dalvíkurbyggðar eru fyrir árið 2017.
Lagt fram til kynningar.
Gunnþór og Lilja fóru af fundi klukkan 9:58.

8.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Fundarboði fylgdu fundargerðir 36. og 37. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
Gísli fór af fundi klukkan 10:15

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir kennsluráðgjafi