Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu; Kennslumínútnafjöldi í list- og verkgreinum í grunnskólum

Málsnúmer 201703032

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 814. fundur - 09.03.2017

Tekið fyrir erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 7. mars 2017 þar sem fram kemur að meðfylgjandi sendist slóð á fréttatilkynningu mennta- og menningarmálaráðuneytis með niðurstöðum úrvinnslu á upplýsingum frá Hagstofu Íslands um kennslustundafjölda í list- og verkgreinum í grunnskólum fyrir skólaárin 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016. https://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/rettur-nemenda-til-kennslu-i-list-og-verkgreinum-ekki-naegilega-virtur



Í ljósi niðurstaðna þeirrar úrvinnslu leggur ráðuneytið áherslu á að sveitarstjórnir sjái til þess að framvegis fái allir nemendur þann lágmarkskennslumínútnafjölda á skólaári sem þeim ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 og vísast í því sambandi til ákvæða 5. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 um ábyrgð sveitarfélaga á skólahaldi í grunnskólum.

Vísað til fræðsluráðs.

Fræðsluráð - 215. fundur - 12.04.2017

Borist hefur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 7. mars 2017, þar sem vísað er í Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2011 og ákvæði 5. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 um ábyrgð sveitarfélaga á skólastarfi í grunnskólum og lögð áhersla á að sveitarstjórnir sjái til þess að framvegis fái allir grunnskólanemendur þann lágmarks kennslumínútnafjölda í list- og verkgreinum sem þeim ber. Ástæða tilmælanna er að greining Hagstofu Íslands á gögnum frá síðustu þremur skólaárum leiddi í ljós að töluvert vantar upp á að svo sé almennt í landinu.







Lagt fram til kynningar. Gísli og Gunnþór gerðu grein fyrir stöðunni í sínum skólum sem er mjög nálægt uppgefnum viðmiðum.