Útboð á skólaakstri 2017-2020

Málsnúmer 201704027

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 215. fundur - 12.04.2017

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólaaksturs fyrir grunnskóla Dalvíkurbyggðar frá 20. ágúst 2017 til 6. júní 2020 sem og drög að samningsformi. Útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar þriðjudaginn 25. apríl n.k. Tilboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 7. júní.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að skólaaksturinn verði boðinn út á grundvelli þeirra gagna sem fylgdu fundarboði og í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 818. fundur - 12.04.2017

Á 215. fundi fræðsluráðs þann 12.04.2017 var eftirfarandi bókað:

"Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólaaksturs fyrir grunnskóla Dalvíkurbyggðar frá 20. ágúst 2017 til 6. júní 2020 sem og drög að samningsformi. Útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar þriðjudaginn 25. apríl n.k. Tilboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 7. júní.



Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að skólaaksturinn verði boðinn út á grundvelli þeirra gagna sem fylgdu fundarboði og í samræmi við umræður á fundinum."







Til umræðu ofangreint.







Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 217. fundur - 14.06.2017

Sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs kynnti tilboð sem barst í skólaakstur í Dalvíkurbyggð næstu þrjú árin, 2017 - 2020. Eitt tilboð barst frá Ævari og Bóasi ehf. Skólaskrifstofa hefur frest til 24. júní til að yfirfara gögn og ljúka samningsgerð.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að ganga frá samningi á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
Gunnþór fór af fundi klukkan 10:30.