Byggðaráð

818. fundur 12. apríl 2017 kl. 12:30 - 13:58 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Útboð á skólamat 2017 - 2019

Málsnúmer 201704028Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.



Á 215. fundi fræðsluráðs þann 12.04.2017 var eftirfarandi bókað:

"Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólamáltíða í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla frá hausti 2017 til vors 2020 og drög að samningi þar um. Endanleg útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar þriðjudaginn 25. apríl n.k. Tilboðum skal skilað eigi síðar en miðvikudaginn 7. júní 2017.



Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að skólamáltíðir verði boðnar út á grundvelli þeirra gagna sem fylgdu fundarboði og í samræmi við umræður á fundinum."





Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Útboð á skólaakstri 2017-2019

Málsnúmer 201704027Vakta málsnúmer

Á 215. fundi fræðsluráðs þann 12.04.2017 var eftirfarandi bókað:

"Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólaaksturs fyrir grunnskóla Dalvíkurbyggðar frá 20. ágúst 2017 til 6. júní 2020 sem og drög að samningsformi. Útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar þriðjudaginn 25. apríl n.k. Tilboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 7. júní.



Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að skólaaksturinn verði boðinn út á grundvelli þeirra gagna sem fylgdu fundarboði og í samræmi við umræður á fundinum."







Til umræðu ofangreint.







Lagt fram til kynningar.

3.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2016.

Málsnúmer 201611121Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Akureyri, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Valdís Guðbrandsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, Valdemar Þór Viðarsson, aðalmaður í sveitarstjórn og Íris Hauksdóttir, varamaður í sveitarstjórn, kl. 13:00.



Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar voru boðaðar á fundinn undir þessum lið.



Þorsteinn G. Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2016.



Rekstrarniðurstaða samstæðu er jákvæð um kr. 249.298.000. Handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 327.966.000. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru kr. 272.881.000, söluverð eigna var kr. 112.187.000. Lántaka var kr. 100.000.000 og afborgun lána kr. 171.030.000.





Þorsteinn G., Eyrún, Börkur, Hlynur, Valdís, Valdemar og Íris viku af fundi kl. 13:58.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2016 til fyrri umræðu í sveitarstjórn,

Fundi slitið - kl. 13:58.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs