Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á vinnu starfshóps vegna vinnumats grunnskólakennara. Þann 23. mars s.l. var könnun sem unnin var af fulltrúum sveitarfélagsins í vinnuhópi um Vegvísi 1 lögð fyrir grunnskólakennara í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla. Eftir páska munu fulltrúar sveitarfélagsins vinna greinargerð að umbótaáætlun sveitarfélagsins út frá niðurstöðum könnunarinnar og kynna hana fyrir kennurum. Umbótaáætluninni verður síðan skilað til samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara fyrir 1. júní n.k.