Félagsmálaráð

152. fundur 15. nóvember 2011 kl. 08:00 - 10:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Styrkir til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD

Málsnúmer 201110110Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá Velferðarráðuneytinu þar sem
auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Styrkir verða veittir á grundvelli samstarfssamnings félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmála­ráðu­­neytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem var undirritaður 4. desember 2009. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.

 

Tekið verður við einni sameiginlegri umsókn frá hverju sveitarfélagi. 

Umsókn unnin í samvinnu við fræðslusvið.

2.Vímulaus æska - foreldrahús

Málsnúmer 201110117Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Vímulausri Æsku sem vill nú á 25 ára afmælisárinu bjóða öllum sveitarfélögum landsins uppá kynningu á starfsemi samtakanna og hvernig hún getur nýst landsbyggðinni betur.

Samtökin sinna námskeiðahaldi og ráðgjafaþjónustu fyrir fjölskyldur sem eiga börn og unglinga í einhverskonar vanda. Á fyrri árum var að mestu unnið með vímuefnavanda unglinga. Í dag er þjónustan fjölbreyttari og er einnig unnið með ýmiskonar önnur vandamál, t.d einelti, félagslega erfiðleika og hegðunarvanda. Þó að höfuðstöðvar séu á Reykjavíkursvæðinu þá er mikil þjónusta í boði sem einnig er hægt að nýta á landsbyggðinni. Samtökin hafa í gegnum tíðina staðið að fræðslu og námskeiðahaldi víðsvegar á landinu í samstarfi við foreldrafélög, skólayfirvöld og sveitarfélög viðkomandi staða.

&&

Félagsmálaráð fagnar framtakinu og felur starfsmönnum félagsþjónustu að óska eftir kynningu.

3.Frá Samhjálp; Beiðni um fjárstyrk

Málsnúmer 201111044Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Kaffistofu Samhjálpar þar sem auglýstir eru happdrættismiðar til styrkar mataraðstoðinni í Samhjálp.

Félagsmálaráð hafnar erindinu.

4.Frá Velferðarráðuneytinu; Öryggi barna

Málsnúmer 201111046Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi frá Velferðarráðuneytinu frá 1. nóvember 2011 um öryggi barna hjá dagforeldrum, framkvæmd reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005. Lögð er áhersla á að skoðaðar séu nokkar reglur í ljósi ábendinga sem velferðarráðuneytinu hefur borist að undanförnu.

 

Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að fara yfir reglugerð varðandi daggæslu barna í heimahúsum með tilliti til ábendinga Velferðarráðuneytisins.

5.Heimahjúkrun, heimilisþjónusta og matarbakkar

Málsnúmer 201111045Vakta málsnúmer

Arnheiður Hallgrímsdóttir kom inn á fundinn undir þessum lið.

Bréf barst frá heilsugæslustöð Dalvíkur þar sem kemur fram að stöðuhlutfall í heimahjúkrun hefur lækkað úr 90% stöðugildi í 50%.
Mælst er til að félagsþjónustan sinni þeim einstaklingum sem ekki fá lengur þjónustu heimahjúkrunar.

Rætt var um stöðuna í heimilisþjónustunni. Eins og staðan er í dag er ljóst að það er biðlisti nú þegar eftir þjónustu og þá er ekki búið að taka tillit til þessarar auknu þjónustu sem heilsugæslan fer framá að færa yfir á félagsþjónustuna.

 

Félagsmálaráð óskar eftir 50% stöðugildi til þess að sinna heimilisþjónustunni í núverandi mynd og jafnframt óskar eftir að málið verði tekið upp í bæjarráði  að viðstöddum félagsmálastjóra.

 

Einnig var rætt um kaup á matarbökkum frá Dalbæ þar sem ásókn í slíka þjónustu hefur aukist. Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að senda bréf til stjórnar Dalbæjar og óska eftir viðræðum um aukna þjónustu.

6.Fjárhagsaðstoð - jólabónus og styrkur

Málsnúmer 201111048Vakta málsnúmer

Arnheiður Hallgrímsdóttir kom á fundinn og sat undir þessum lið.

Félagsmálaráð samþykkir að hafa óbreyttar reglur frá því í fyrra og felur félagsmálastjóra að skoða grunnupphæðina og veitir leyfi til hækkunnar á því ef talin er þörf á. Einnig óskar félagsmálaráð eftir því að starfsmenn félagsþjónustu fái svar við styrkveitingu frá Rauðakrossinum.

7.Fjárhagsaðstoð-Trúnaðarmálabók

Málsnúmer 201111050Vakta málsnúmer

Lagðar fram afgreiðslur um fjárhagsaðstoð frá því á síðasta fundi.

8.Sérstakar húsaleigubætur

Málsnúmer 1107041Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð frestar málinu til næsta fundar.

9.Fjárhagsaðstoð - a og b leiðin

Málsnúmer 201111049Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Félagsmálastjóri