Trúnaðarmál

Málsnúmer 201111045

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 152. fundur - 15.11.2011

Arnheiður Hallgrímsdóttir kom inn á fundinn undir þessum lið.

Bréf barst frá heilsugæslustöð Dalvíkur þar sem kemur fram að stöðuhlutfall í heimahjúkrun hefur lækkað úr 90% stöðugildi í 50%.
Mælst er til að félagsþjónustan sinni þeim einstaklingum sem ekki fá lengur þjónustu heimahjúkrunar.

Rætt var um stöðuna í heimilisþjónustunni. Eins og staðan er í dag er ljóst að það er biðlisti nú þegar eftir þjónustu og þá er ekki búið að taka tillit til þessarar auknu þjónustu sem heilsugæslan fer framá að færa yfir á félagsþjónustuna.

 

Félagsmálaráð óskar eftir 50% stöðugildi til þess að sinna heimilisþjónustunni í núverandi mynd og jafnframt óskar eftir að málið verði tekið upp í bæjarráði  að viðstöddum félagsmálastjóra.

 

Einnig var rætt um kaup á matarbökkum frá Dalbæ þar sem ásókn í slíka þjónustu hefur aukist. Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að senda bréf til stjórnar Dalbæjar og óska eftir viðræðum um aukna þjónustu.

Félagsmálaráð - 155. fundur - 18.01.2012

Félagsmálastjóri og formaður félagsmálaráðs kynntu fund sem haldinn var með starfsmönnum Heilsugæslustöðvar Dalvíkur og framhald á þeirri vinnu
Lagt fram til kynningar