Styrkir til sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við langveik börn og börn með ADHD

Málsnúmer 201110110

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 152. fundur - 15.11.2011

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá Velferðarráðuneytinu þar sem
auglýst er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Styrkir verða veittir á grundvelli samstarfssamnings félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmála­ráðu­­neytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem var undirritaður 4. desember 2009. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.

 

Tekið verður við einni sameiginlegri umsókn frá hverju sveitarfélagi. 

Umsókn unnin í samvinnu við fræðslusvið.