Tekið fyrir erindi frá Vímulausri Æsku sem vill nú á 25 ára afmælisárinu bjóða öllum sveitarfélögum landsins uppá kynningu á starfsemi samtakanna og hvernig hún getur nýst landsbyggðinni betur.
Samtökin sinna námskeiðahaldi og ráðgjafaþjónustu fyrir fjölskyldur sem eiga börn og unglinga í einhverskonar vanda. Á fyrri árum var að mestu unnið með vímuefnavanda unglinga. Í dag er þjónustan fjölbreyttari og er einnig unnið með ýmiskonar önnur vandamál, t.d einelti, félagslega erfiðleika og hegðunarvanda. Þó að höfuðstöðvar séu á Reykjavíkursvæðinu þá er mikil þjónusta í boði sem einnig er hægt að nýta á landsbyggðinni. Samtökin hafa í gegnum tíðina staðið að fræðslu og námskeiðahaldi víðsvegar á landinu í samstarfi við foreldrafélög, skólayfirvöld og sveitarfélög viðkomandi staða.
Félagsmálaráð fagnar framtakinu og felur starfsmönnum félagsþjónustu að óska eftir kynningu.