Málsnúmer 201905122Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri Dalvíkurbyggðar, Eyrún Rafnsdóttir og deildarstjóri fjölskyldudeildar Fjallabyggðar, Hjörtur Hjartarson, kynna samstarfssamning sveitarfélaganna um þjónustu við fatlað fólk. Markmið samningsins er að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni. Framkvæmd samningsins er í höndum félagsþjónustum Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar. Fagleg samhæfing er í höndum fagteymis sem skipaður er stjórnendum og starfsmönnum félagsþjónustu sveitarfélaganna. Í samstarfssamningum er einnig fjallað um hvaða þjónustu sveitarfélögin skulu veita, fjármögnun, útgjöld og gildistími samstarfs. Þjónustuteymið er skipað af félagsmálastjórunum og ráðgjöfunum á hvoru svæði fyrir sig. Samningurinn hefur verið í gildi síðan 2016 og eru aðilar sammála um að vel hafi tekist til með framkvæmd samningsins.