Félagsmálanefnd Fjallabyggðar sendi félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar erindi dags. 12. febrúar 2019 þar sem ráðinu er boðið til sameiginlegs fundar. Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar tók erindið fyrir á fundi sínum 14. mars og þáði boðið með þökkum.
Tilgangur fundarins er að ræða sameiginleg verkefni á sviði félagsþjónustu sveitarfélaganna með áherslu á málefni fatlaðs fólks.
Fundinn sátu auk félagsmálaráðs Dalvíkurbyggðar; Félagsmálanefnd Fjallabyggðar:Ingvar Ágúst Guðmundsson, Díana Lind Arnarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir, formaður, og Friðfinnur Hauksson.
Auk þess sat fundinn Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri fjölskyldudeildar Fjallabyggðar