Sameiginlegur fundur félagsmálanefnda Fjallabyggðar og félagsmálaráðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201903034

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 227. fundur - 08.03.2019

Tekið fyrir erindi frá Félagsmálanefnd Fjallabyggðar dags. 12.febrúar 20109 en þar kemur fram að félagsmálanefnd Fjallabyggðar óski eftir fundi með félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar. Tilgangur fundarins er að ræða ýmis sameiginleg verkefni s.s. málefni fatlaðs fólks, notendaráð félagsþjónustu og önnur þau mál er varða félagsþjónustu sveitarfélaganna. Lagt er til að fundur verði haldinn á Siglufirði í mars.
Félagsmálaráð þakkar fyrir gott boð og samþykkir að koma til fundar við félagsmálanefnd Fjallabyggðar.

Félagsmálaráð - 230. fundur - 23.05.2019

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar sendi félagsmálaráði Dalvíkurbyggðar erindi dags. 12. febrúar 2019 þar sem ráðinu er boðið til sameiginlegs fundar. Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar tók erindið fyrir á fundi sínum 14. mars og þáði boðið með þökkum.
Tilgangur fundarins er að ræða sameiginleg verkefni á sviði félagsþjónustu sveitarfélaganna með áherslu á málefni fatlaðs fólks.
Fundinn sátu auk félagsmálaráðs Dalvíkurbyggðar; Félagsmálanefnd Fjallabyggðar:Ingvar Ágúst Guðmundsson, Díana Lind Arnarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir, formaður, og Friðfinnur Hauksson.
Auk þess sat fundinn Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri fjölskyldudeildar Fjallabyggðar