Félagsmálastjóri Dalvíkurbyggðar, Eyrún Rafnsdóttir og deildarstjóri fjölskyldudeildar Fjallabyggðar, Hjörtur Hjartarson, kynna samstarfssamning sveitarfélaganna um þjónustu við fatlað fólk. Markmið samningsins er að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni. Framkvæmd samningsins er í höndum félagsþjónustum Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar. Fagleg samhæfing er í höndum fagteymis sem skipaður er stjórnendum og starfsmönnum félagsþjónustu sveitarfélaganna. Í samstarfssamningum er einnig fjallað um hvaða þjónustu sveitarfélögin skulu veita, fjármögnun, útgjöld og gildistími samstarfs. Þjónustuteymið er skipað af félagsmálastjórunum og ráðgjöfunum á hvoru svæði fyrir sig. Samningurinn hefur verið í gildi síðan 2016 og eru aðilar sammála um að vel hafi tekist til með framkvæmd samningsins.