Málsnúmer 201704028Vakta málsnúmer
Undir þessum lið sat Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Á 218. fundi fræðsluráðs þann 5. júlí 2017 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, Hlynur Sigursveinsson, lagði fram drög að lokasamningi um skólamat við Blágrýti ehf. á Dalvík.
Fræðsluráð samþykkir drögin með 5 atkvæðum og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við Blágrýti ehf."
Ofangreind afgreiðsla fræðsluráðs var staðfest á fundi byggðaráðs.
Með fundarboði fylgdi undirritaður verksamingur um hádegisverð 2017-2020 á milli Dalvíkurbyggðar og Blágrýtis ehf. hvað varðar Dalvíkurskóla og Árskógarskóla.
Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 16. ágúst 2017, er varðar ósk um afstöðu byggðaráðs hvað varðar framtíðar fyrirkomulag á skiptingu kostnaðar á hádegismat fyrir leik- og grunnskóla og jafnframt hvort ekki beri að breyta gjaldskrám skólanna.
Einingarverð samkvæmt núgildandi verðum og gjaldskrá er:
Grunnskóli kr. 613, niðurgreitt af Dalvíkurbyggð kr. 233, verð til foreldra kr. 380.
Verð vegna leikskóla er innheimt samkvæmt gildandi gjaldskrá á hverjum tíma.
Einingarverð samkvæmt nýjum samningi:
Grunnskóli kr. 730, ef niðurgreitt af Dalvíkurbyggð í sömu hlutföllum kr. 277, verð til foreldra kr. 453.
Hækkun á niðurgreiðslu Dalvíkurbyggðar er áætluð kr. 4.472.622 miðað við ofangreindar forsendur og óbreytt hlutfall niðurgeiðslu sveitarfélagsins.
Fyrir liggur að taka þarf ákvörðun um hvort núverandi fyrirkomulagi á kostnaðarskiptingu haldist óbreytt eða hvort Dalvíkurbyggð hyggst hækka niðurgreiðslur til að koma til móts við hækkun á einingarverði.
Forsendur á grunngjaldi/einingarverði fyrir grunnskólamáltíðum hafa breyst umtalsvert. Lagt er til að samhliða ákvörðun um fyrirkomulag varðandi kostnaðarþátttöku foreldra og Dalvíkurbyggðar verði tekin afstaða til þess hvort ekki beri að hækka núgildandi gjaldskrár fyrir mat í leik- og grunnskólum á komandi skólaári.
Þá er lagt til að bætt verði við þann texta sem fylgir gjaldskrám fræðslu- og menningarsviðs að áskilinn sé réttur til breytinga á gjaldskrám hvenær sem er á árinu komi til forsendubreytinga á undirliggjandi grunngjaldi.
Til umræðu ofangreint.
Hlynur vék af fundi kl.14:04.
Að öðru leiti er staða mála hvað varðar Friðland fuglanna, Friðland Svarfdæla, Náttúrusetur á Húsabakka ses., og þau verkefni sem það hefur haft með höndum eftirfarandi:
a) Á 61. fundi menningaráðs þann 2. mars s.l. var eftirfarandi bókað:
"3.
201702045 - Varðar aðkomu sveitarfélgsins að Friðlandi Svarfdæla og Friðlandi fuglanna
Undir þessum lið kom inn á fundinn Hjörleifur Hjartarson, kl 09:25. Tekið fyrir innsent erindi frá Hjörleifi um aðkomu sveitarfélagsins að Friðlandi Svarfdæla og Friðlandi fuglanna.
Hjörleifur óskar eftir framtíðarsýn hvað varðar fuglasýninguna og öll þau verkefni sem eru í gangi vegna Friðlands Svarfdæla.
Menningarráð þakkar Hjörleifi Hjartarsyni fyrir komuna. Menningarráð telur mikilvægt að sveitarfélagið leiti leiða um mótun og framtíðarsýn fyrir sýninguna Friðland fuglanna.
Hjörleifur Hjartarson vék af fundi kl. 09:50"
b) Stjórn Náttúruseturs á Húsabakka ses. kom saman 31. janúar 2017 þar sem m.a. var rætt um framtíð félagsins eftir sölu á Húsabakka. Fram kom m.a. að ákvörðun um framtíð félagsins þarf að taka fljótt og hvernig eignum skuli ráðstafað og hvert framhaldið verður á verkefnum. Samkvæmt skipulagsskrá Náttúruseturs á Húsabakka ses. þá eru stofnaðilar Dalvíkurbyggð, Sparisjóður Svarfdæla, KEA og Hollvinafélag Húsabakka. Tilgangur stofnunarinnar er að stuðla að eflingu menntunar og menningar með uppbyggingu náttúruseturs á Húsabakka í Svarfaðardal í minningu Hjartar E. Þórarinssonar sem m.a. styðji við fræðastarf og ferðaþjónustu.
c) Á fundi stjórnar Náttúruseturs á Húsabakka ses. þann 31. janúar 2017 var einnig fjallað um Friðland Svarfdæla en Dalvíkurbyggð ákvað að endurnýja ekki samning við Náttúrusetrið um Friðland Svarfdæla sem rann út vorið 2016. Fram hefur komið athugasemd frá Umhverfisstofnun um að sveitarfélagið úthýsi verkefnum í tengslum við Friðland Svarfdæla til þriðja aðila. Samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar um Friðland Svarfdæla er í endurskoðun og beðið er samningsdraga frá Umhverfisstofnun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til stjórnar Náttúruseturs á Húsabakka ses. að hraða ákvörðun um framtíð félagsins.