Frá Hjörleifi Hjartarsyni; Vegna fréttar um bókamarkað

Málsnúmer 201708014

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 830. fundur - 17.08.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningasviðs, og Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður bóka- og hérðaðsskjalasafns, kl. 13:10.

Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, rafbréf dagsett þann 9. ágúst 2017, þar sem vísað er til fréttatilkynningar um "Bókamarkaðinn mikla við Berg" sem birtist í Fiskidagsblaðinu 2017 þar sem auglýst er uppboð á bókakosti Náttúruseturs á Húsabakka sem var lagt niður s.l. haust. Bréfritari vill koma því á framfæri að honum sé ekki kunnugt um að Náttúrusetrið á Húsabakka hafi verið lagt niður með neinum formlegum hætti. Fram kemur m.a. að í ljósi þessarar makalausu fréttatilkynningar og alls sem á undan er gengið um málefni Náttúruseturs á Húsabakka þá gerir Hjörleifur alvarlegar athugasemdir við það verklag sem viðhaft er af hálfu bæjaryfirvalda og kallar enn og aftur eftir formlegri stefnumótun um Friðland Svarfdæla, eignir Náttúruseturins og þau verkefni sem það hefur haft með höndum.

Til umræðu ofangreint.

Björk Hólm vék af fundi kl. 13:29.
Byggðaráð harmar að fram hafi komið í fréttatilkynningu sem vísað er til að búið sé að leggja félagið Náttúrusetur á Húsabakka ses. niður þar sem það er rangt. Það orðalag sem við var haft er komið til vegna misskilnings. Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns gerði grein fyrir á fundinum að aðeins hafi verið á markaði þær bækur sem bókasafnið átti þegar eintök af og/eða hægt er nálgast annars staðar. Ákveðnum og stórum hluta af bókakosti frá Náttúrusetinu á Húsabakka ses. er haldið enn til haga. Bækurnar sem voru í Náttúrusetrinu á Húsabakka voru allar áður skráðar á Bókasafn Dalvíkurbyggðar í gegnum Gegnir.

Að öðru leiti er staða mála hvað varðar Friðland fuglanna, Friðland Svarfdæla, Náttúrusetur á Húsabakka ses., og þau verkefni sem það hefur haft með höndum eftirfarandi:

a) Á 61. fundi menningaráðs þann 2. mars s.l. var eftirfarandi bókað:
"3.
201702045 - Varðar aðkomu sveitarfélgsins að Friðlandi Svarfdæla og Friðlandi fuglanna

Undir þessum lið kom inn á fundinn Hjörleifur Hjartarson, kl 09:25. Tekið fyrir innsent erindi frá Hjörleifi um aðkomu sveitarfélagsins að Friðlandi Svarfdæla og Friðlandi fuglanna.
Hjörleifur óskar eftir framtíðarsýn hvað varðar fuglasýninguna og öll þau verkefni sem eru í gangi vegna Friðlands Svarfdæla.

Menningarráð þakkar Hjörleifi Hjartarsyni fyrir komuna. Menningarráð telur mikilvægt að sveitarfélagið leiti leiða um mótun og framtíðarsýn fyrir sýninguna Friðland fuglanna.

Hjörleifur Hjartarson vék af fundi kl. 09:50"

b) Stjórn Náttúruseturs á Húsabakka ses. kom saman 31. janúar 2017 þar sem m.a. var rætt um framtíð félagsins eftir sölu á Húsabakka. Fram kom m.a. að ákvörðun um framtíð félagsins þarf að taka fljótt og hvernig eignum skuli ráðstafað og hvert framhaldið verður á verkefnum. Samkvæmt skipulagsskrá Náttúruseturs á Húsabakka ses. þá eru stofnaðilar Dalvíkurbyggð, Sparisjóður Svarfdæla, KEA og Hollvinafélag Húsabakka. Tilgangur stofnunarinnar er að stuðla að eflingu menntunar og menningar með uppbyggingu náttúruseturs á Húsabakka í Svarfaðardal í minningu Hjartar E. Þórarinssonar sem m.a. styðji við fræðastarf og ferðaþjónustu.

c) Á fundi stjórnar Náttúruseturs á Húsabakka ses. þann 31. janúar 2017 var einnig fjallað um Friðland Svarfdæla en Dalvíkurbyggð ákvað að endurnýja ekki samning við Náttúrusetrið um Friðland Svarfdæla sem rann út vorið 2016. Fram hefur komið athugasemd frá Umhverfisstofnun um að sveitarfélagið úthýsi verkefnum í tengslum við Friðland Svarfdæla til þriðja aðila. Samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar um Friðland Svarfdæla er í endurskoðun og beðið er samningsdraga frá Umhverfisstofnun.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til stjórnar Náttúruseturs á Húsabakka ses. að hraða ákvörðun um framtíð félagsins.