Landbúnaðarráð - 112, frá 10.08.2017.

Málsnúmer 1708003F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 830. fundur - 17.08.2017

Til afgreiðslu:
1. liður.
2. liður.
4. liður.
5. liður er sérliður á dagskrá.
  • Til umræðu innsent erindi frá Ólafi Jónssyni héraðsdýralækni dags. 24. júlí 2017 vegna rétta í Árskógsdeild. Landbúnaðarráð - 112 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar þakkar innsent erindi Ólafs.
    Ráðið samþykkir að fjárréttin að Stóru-Hámundarstöðum verði skráð sem aukarétt samkvæmt gr. 26 í Fjallskilasamþykkt Eyjafjarðar og skal það tilkynnt til Eyþings og skráð í fjallskilabók eða gerðabók sveitarstjórnar.
    Fjallskilanefnd Árskógsdeildar er falið að sjá til þess að aðstaða til að einangra sjúkt eða grunsamlegt fé sé til staðar í aðal- og aukarétt.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 24. júní 2017 óskar Elísa Rán Ingvarsdóttir eftir búfjárleyfi fyrir fimm hænur. Landbúnaðarráð - 112 Landbúnaðarráð samþykkir umsóknina.
    Ráðið bendir á að hanar eru með öllu bannaðir í þéttbýli. Aðbúnaður þarf að uppfylla lög og reglur um aðbúnað dýra og skal haft samráð við byggingarfulltrúa.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • .3 201702044 Fjallskil 2017
    Til umræðu fjallskil í Dalvíkurbyggð 2017. Landbúnaðarráð - 112 Landbúnaðarráð vill að gefnu tilefni benda landeigendum á að nauðsynlegt er að smala öll heimalönd samhliða 1. og 2. göngum og gera skil á ókunnu fé sem þar kann að vera.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Unnur E. Hafstað Ármannsdóttir óskar eftir undanþágu vegna hundahalds samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 112 Ráðið samþykkir að veita tímabundið leyfi til þriggja mánaða fyrir þriðja hundin á þeim forsendum að heimili hundanna er utan aðalþéttbýlis á Dalvík.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Til umræðu afrit af leyfi Orkustofnunar til leitar og rannsókna á málmum í Öxnadal, Hörgárdal og víðar á Tröllaskaga. Landbúnaðarráð - 112 Á 280. fundi umhverfisráð Dalvíkurtbyggðar þann 26. ágúst 2016 var tekin fyrir beiðni um umsögn vegna umsóknar Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga. Umhverfisráð bókaði eftirfarandi
    "Umhverfiráð Dalvíkurbyggðar leggur áherslu á að komi til framkvæmda í landi sveitarfélagsins fer ráðið fram að að umsóknaraðili sendi inn umsókn um framkvæmdarleyfi líkt og lög gera ráð fyrir.
    Samþykkt með fimm atkvæðum."


    Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar vill koma á framfæri athugasemdum við að ekki hafi verið leitað umsagna allra landeigenda áður en Orkustofnun veitti leyfi til leitar og rannsókna í Dalvíkurbyggð.
    Landbúnaðarráð krefst þess að áður en farið verður af stað með rannsóknavinnu eða annarskonar framkvæmdir verði leitað leyfis viðkomandi landeiganda.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá byggðaráðs.

    Annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu byggðaráðs eru því lagðir fram til kynningar í byggðaráði.