Á 112. fundi landbúnaðarráðs þann 10. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu afrit af leyfi Orkustofnunar til leitar og rannsókna á málmum í Öxnadal, Hörgárdal og víðar á Tröllaskaga.
Á 280. fundi umhverfisráð Dalvíkurtbyggðar þann 26. ágúst 2016 var tekin fyrir beiðni um umsögn vegna umsóknar Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga. Umhverfisráð bókaði eftirfarandi "Umhverfiráð Dalvíkurbyggðar leggur áherslu á að komi til framkvæmda í landi sveitarfélagsins fer ráðið fram að að umsóknaraðili sendi inn umsókn um framkvæmdarleyfi líkt og lög gera ráð fyrir. Samþykkt með fimm atkvæðum." Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar vill koma á framfæri athugasemdum við að ekki hafi verið leitað umsagna allra landeigenda áður en Orkustofnun veitti leyfi til leitar og rannsókna í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð krefst þess að áður en farið verður af stað með rannsóknavinnu eða annarskonar framkvæmdir verði leitað leyfis viðkomandi landeiganda."
Tekið fyrir rafbréf frá Jökli Bergmann, dagsett þann 14. ágúst 2017, þar sem fram kemur að hann hefur fyrir hönd landeigenda í Dalvíkurbyggð og Hörgárbyggð tekið það að sér að vera í forsvari fyrir hóp landeigenda sem áforma að kæra leyfisveitingu Orkustofnunar til leitar og rannsókna á málmum. Allir landeigendur í Dalvíkurbyggð munu kæra þessa leyfisveitingu og vilja með þessu erindi leita afstöðu sveitarfélagsins hvort það vilji vera með í kærunni.
Tekið fyrir einnig minnisblað frá lögmönnum PACTA, dagsett þann 15. ágúst s.l. um ofangreint, er varðar beiðni Dalvíkurbyggðar um álit á ferli málsins og leyfisveitingu Orkustofnunar.
Til umræðu ofangreint.
"Umhverfiráð Dalvíkurbyggðar leggur áherslu á að komi til framkvæmda í landi sveitarfélagsins fer ráðið fram að að umsóknaraðili sendi inn umsókn um framkvæmdarleyfi líkt og lög gera ráð fyrir.
Samþykkt með fimm atkvæðum."
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar vill koma á framfæri athugasemdum við að ekki hafi verið leitað umsagna allra landeigenda áður en Orkustofnun veitti leyfi til leitar og rannsókna í Dalvíkurbyggð.
Landbúnaðarráð krefst þess að áður en farið verður af stað með rannsóknavinnu eða annarskonar framkvæmdir verði leitað leyfis viðkomandi landeiganda.