Málsnúmer 202311140Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 15:45.
Tekið fyrir erindi frá Reykjavík Marketing ehf., rafpóstur dagsettur þann 30. nóvember 2023, þar sem fyrirtækið vill kanna aðgengi á vefsvæðum Dalvíkurbyggðar þar sem ljóst sé að í náinni framtíð munu öll opinber vefsvæði og smáforrit vera skyldug til að uppfylla ákveðnar aðgengiskröfur.
Meðfylgjandi er eftirfarandi brot úr tölvupósti sem fyrirtækið fékk sem svar við fyrirspurn til Fjármálaráðuneytisins:
"Alþingi samþykkti 3. maí sl. ályktun um staðfestingu nokkurra ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar, þ.m.t. um að fella inn í EES-samninginn tilskipun ESB um aðgengi vefsetra opinberra aðila og smáforrita þeirra fyrir fartæki. Þingsályktunina má sjá hér.
Í kjölfar þingsályktunarinnar hófst vinna við innleiðingar reglugerðarinnar hérlendis. Sú vinna, sem meðal annars felur í sér nauðsynlegt mat á áhrifum lagasetningarinnar, stendur nú yfir. Það er erfitt að segja til um á þessu stigi hvernig nákvæm tímalína verður, umfram það að þó vinnan sé á frumstigi er hún hafin."
Fram kemur að tilgangur með þessum pósti er að láta einnig vita af þjónustu sem fyrirtækið getur boðið upp á og ef Dalvíkurbyggðar vanti ráðgjöf, úttektir eða hreinlega að taka ákveðna vefi í gegn og sjá til þess að þeir séu aðgengilegir og þ.a.l. löglegir í framtíðinni, þá sé hægt að hafa samband við Hlyn Þór Agnarsson hjá Reykjavík Marketing ehf.
Lagt fram til kynningar.