Tekið fyrir erindi frá Píeta samtökunum, dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem fram kemur að eins og kunnugt sé þá hafi samtökin hafið starfsemi Píeta á Akureyri og Húsavík en Píetaskjól var opnað í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík í ágúst. Það var samtökunum mikið fagnaðarefni að sér fært að verða að liði í landshlutanum enda er því miður mikil þörf á þjónustu samtakanna.
Sem frjáls félagasamtök sem eru að mestu leiti (85%) háð fjárstuðningi almennings standa samtökin ekki sterkum fótum fjárhagslega og því er leitað til Dalvíkurbyggðar í þerri von að sveitarfélagið geti orðið samtökunum að liði í starfseminni fyrir norðan.