Tekið fyrir erindi frá matvælaráðuneytinu, dagsett þann 1. desember sl.,þar sem tilkynnt er um úthlutun á byggðakvóta í Dalvíkurbyggð á fiskveiðiárinu 2023/2024. Úthlutun innan sveitarfélagsins verður eftirfarandi:
Árskógssandur 165 þorskígildistonn (var 180 fiskveiðiárið 2022/2023)
Dalvík 65 þorskígildistonn (var 65 fiskveiðiárið 2022/2023)
Hauganes 15 þorskígildistonn (var 15 fiskveiðiárið 2022/2023)
Sérreglur Dalvíkurbyggðar fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 eru aðgengilegar hér á vef Stjórnartíðinda;
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=75ff40dc-9ddf-40a9-b82b-452725158a4aSveitarfélögum er gefinn frestur til 29. desember nk. til að senda tillögur um sérreglur. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar og form til útfyllingar vegna tillögu um sérreglur og rökstuðning vegna þeirra.
Friðjón vék af fundi kl. 15:57.