Frá Matvælaráðuneyti; Dalvíkurbyggð - Árskógssandur - Dalvík - Hauganes - Úthlutun byggðakvóta 20232024

Málsnúmer 202312006

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1090. fundur - 07.12.2023

Tekið fyrir erindi frá matvælaráðuneytinu, dagsett þann 1. desember sl.,þar sem tilkynnt er um úthlutun á byggðakvóta í Dalvíkurbyggð á fiskveiðiárinu 2023/2024. Úthlutun innan sveitarfélagsins verður eftirfarandi:
Árskógssandur 165 þorskígildistonn (var 180 fiskveiðiárið 2022/2023)
Dalvík 65 þorskígildistonn (var 65 fiskveiðiárið 2022/2023)
Hauganes 15 þorskígildistonn (var 15 fiskveiðiárið 2022/2023)

Sérreglur Dalvíkurbyggðar fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 eru aðgengilegar hér á vef Stjórnartíðinda;
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=75ff40dc-9ddf-40a9-b82b-452725158a4a


Sveitarfélögum er gefinn frestur til 29. desember nk. til að senda tillögur um sérreglur. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar og form til útfyllingar vegna tillögu um sérreglur og rökstuðning vegna þeirra.

Friðjón vék af fundi kl. 15:57.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sérreglur Dalvíkurbyggðar fiskveiðiárið 2023/2024 verði þær hinar sömu og fyrir fiskveiðiárið 2022/2023.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 1090. fundi byggðaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá matvælaráðuneytinu, dagsett þann 1. desember sl.,þar sem tilkynnt er um úthlutun á byggðakvóta í Dalvíkurbyggð á fiskveiðiárinu 2023/2024. Úthlutun innan sveitarfélagsins verður eftirfarandi: Árskógssandur 165 þorskígildistonn (var 180 fiskveiðiárið 2022/2023) Dalvík 65 þorskígildistonn (var 65 fiskveiðiárið 2022/2023) Hauganes 15 þorskígildistonn (var 15 fiskveiðiárið 2022/2023) Sérreglur Dalvíkurbyggðar fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 eru aðgengilegar hér á vef Stjórnartíðinda; https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=75ff40dc-9ddf-40a9-b82b-452725158a4a Sveitarfélögum er gefinn frestur til 29. desember nk. til að senda tillögur um sérreglur. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar og form til útfyllingar vegna tillögu um sérreglur og rökstuðning vegna þeirra. Friðjón vék af fundi kl. 15:57.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sérreglur Dalvíkurbyggðar fiskveiðiárið 2023/2024 verði þær hinar sömu og fyrir fiskveiðiárið 2022/2023."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs um að sérreglur Dalvíkurbyggðar fyrir fiskveiðiárið 2023/2024 verði þær hinar sömu og fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 og hljóði þá þannig:

Dalvíkurbyggð (breyting á viðmiðum um úthlutun, vinnsluskylda innan sveitarfélags, heimil skipti á tegundum í vinnslu).

Ákvæði reglugerðar nr. 852/2023 gilda um úthlutun byggðakvóta Dalvíkur, Árskógssands og Hauganess með eftirfarandi breytingum:


a)
Í stað 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðar­lagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í ein­stökum sveitarfélögum og ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á þannig að 30% úthlutaðs byggðakvóta byggðarlags skal skipt jafnt á alla þá báta úr viðkom­andi byggðarlagi sem sækja um byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr. Óski einhver eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt ákvæði þessu, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt á milli hinna umsækjendanna. Skipta skal 70% byggðakvóta byggðarlagsins hlutfallslega miðað við allan landaðan botnfisk­afla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorsk­ígildum talið á tímabilinu 1. september 2022 til 31. ágúst 2023. Ekkert skip fær þó meira en 35% af þeim 70% sem skipt er samkvæmt lönduðum afla.

b)
Í 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist „til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðar­­laga“ og verður: til vinnslu innan sveitarfélagsins.

c)
Við 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsl. svohljóðandi: Þó er vinnsluaðila heimil jöfn skipti, miðað við þorskígildisstuðul, á tegundum við annan vinnsluaðila, og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda, og skal sveitar­stjórn árita samninginn til staðfestingar.