Samgöngustefna SSNE

Málsnúmer 202311138

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1090. fundur - 07.12.2023

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 21. nóvember 2023, þar sem meðfylgjandi er lokaútgáfa Samgöngustefnu SSNE. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu SSNE:
https://www.ssne.is/static/files/Skyrslur/samgongustefnassne_lokaskjal.pdf
Byggðaráð áréttar að Skíðadalsvegur ætti að vera nefndur í Samgöngustefnu SSNE og eins og Svarfaðardalsvegur ætti að fara inn á samgönguáætlun.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 1090. fundi byggðaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 21. nóvember 2023, þar sem meðfylgjandi er lokaútgáfa Samgöngustefnu SSNE. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu SSNE: https://www.ssne.is/static/files/Skyrslur/samgongustefnassne_lokaskjal.pdfNiðurstaða:Byggðaráð áréttar að Skíðadalsvegur ætti að vera nefndur í Samgöngustefnu SSNE og eins og Svarfaðardalsvegur ætti að fara inn á samgönguáætlun."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að bætt verði við bókun byggðaráðs eftirfarandi:
"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar fer fram á að framdalir, Skíðadalsvegur og Svarfaðardalsvegur verði komið í bundið slitlag og óskar eftir því við Alþingi, ráðherra og Vegagerðina að þeir verði hannaðir og komið í samgönguáætlun."

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir áréttingu byggðaráðs um að Skíðadalsvegur ætti að vera nefndur í Samgöngustefnu SSNE eins og Svarfaðardalsvegur. b)Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um viðbót við bókun.