Málsnúmer 201708012Vakta málsnúmer
Hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar sem, framkvæmdaaðili, fer þess á leit við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, með vísan í 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, að ákveða hvort lenging Norðurgarðs annars vegar og landfylling norðan hafnasvæðis merkt L4 á deiliskipulagi hins vegar séu háðar mati á umhverfisáhrifum.
Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir Dalvíkurhöfn og aðliggjandi svæði dagsett 15. júlí 2016. Skipulagið var sent til umsagnar til hagsmunaaðila, svo og Skipulagsstofnunnar og Vegagerðarinnar. Í skipulaginu er gert ráð 150 metra lengingu á viðlegukanti og landfyllingu norðan við hafnasvæðið um 1,25 ha. að stærð merkt L4 á deiliskipulagsuppdrátti. Að auki var gert ráð fyrir í skipulaginu nýrri lóð á eldra hafnarsvæði þar sem rísa á fiskvinnsluhús Samherja hf. Að mati framkvæmdaaðila þá hafa framkvæmdirnar ekki umtalsverð umhverfisáhrif og ættu hvorugar að vera háðar mati á umhverfisáhrifum.
Verið er að tilkynna um tvær framkvæmdir, annars vegar lengingu viðlegubryggju um 150 m til norðurs og landfyllingu norðan við Norðurgarð merkt (L4)hins vegar.
Ofangreindar framkvæmdir eru háðar framkvæmda- og byggingaleyfi Dalvíkurbyggðar.