Ábyrgð umboðsmanna skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 201706104

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 64. fundur - 08.08.2017

Þann 18. maí sl. barst Hafnasambandi Íslands erindi frá Gara Agents & Shipbrokers vegna ábyrgðar umboðsmanna skipa og óskað var eftir því að hafnir veiti 60 daga greiðslufrest á reikningum sínum (sjá viðhengi). Í viðhengi er einnig minnisblað sem unnið var af Jóhannesi Karli Sveinssyni hjá Landslögum, dags. 4. maí 2017, um ábyrgð umboðsmanna skipa.

Hver og ein höfn fyrir sig ákveður hver greiðslufrestur sinn er og því er erindið sem og minnisblaðið framsent á allar aðildarhafnir.



Veitu- og hafnaráð telur að Hafnasamband íslands móti samræmdar reglur um gjaldfrest á hafnagjöldum skemmtiferðaskipa.